Svanrós Árnadóttir Hólm

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. september 2023 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. september 2023 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Svanrós Árnadóttir Hólm. '''Svanrós Árnadóttir Hólm''' hjúkrunarfræðingur fæddist 21. janúar 1955 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar Dr. Árni Hólm kennari, eðlisfræðingur, stærðfræðingur, skólasstjóri, f. 3. desember 1935, d. 28. júní 2000, og kona hans Margrét ''Sóley'' Guðsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja, f. 2. október 1934. Börn...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Svanrós Árnadóttir Hólm.

Svanrós Árnadóttir Hólm hjúkrunarfræðingur fæddist 21. janúar 1955 í Eyjum.
Foreldrar hennar Dr. Árni Hólm kennari, eðlisfræðingur, stærðfræðingur, skólasstjóri, f. 3. desember 1935, d. 28. júní 2000, og kona hans Margrét Sóley Guðsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja, f. 2. október 1934.

Börn Sóleyjar og Árna:
1. Svanrós Árnadóttir Hólm hjúkrunarfræðingur í Keflavík og Bandaríkjunum, f. 21. janúar 1955. Fyrrum maður hennar Willy Wilhelmsen.
2. Davíð Guðsteinn Árnason Hólm kerfisfræðingur í Bandaríkjunum, f. 23. mars 1958.

Svanrós varð gagnfræðingur í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1973, lauk námi í Röde Kors sykepleieskole í Tönsberg í Noregi í janúar 1977.
Hún var hjúkrunarfræðingur í Tönsberg 1977-1978, í Finsal Sykehjem í Vang í hamar 1978-1979, sjúkraheimili í Storsteinnes í Norður-Noregi 1979-1980, elli- og sjúkraheimili í Tromsö 1980-1981, á Sjúkrahúsinu á Keflavíkurvelli í september 1981-1984.
Hún flutti til Bandaríkjanna 1984. (Þannig 1991).

I. Maður Svanrósar Willy Wilhelmsen. Þau skildu.
Börn þeirra:
1. Linda Björk Wilhelmsen, f. 27. desember 1982.
2. Sarah Helena Wilhelmsen, f. 31. nóvember 1986.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 4. júlí 2000. Minning Árna Hólm.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.