Þórunn Sigurðardóttir (Staðarhóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. september 2023 kl. 11:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. september 2023 kl. 11:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Þórunn Sigurðardóttir. '''Þórunn Sigurðardóttir''' frá Staðarhóli, hjúkrunarfræðingur fæddist 22. janúar 1938 á Sólvangi við Kirkjuveg 29.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon verkamaður, verkstjóri, kennari, f. 13. apríl 1909 í Svartahúsi í Seyðisfirði eystri, d. 24. nóvember 2004, og kona hans Jóhanna Magnúsdóttir (S...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þórunn Sigurðardóttir.

Þórunn Sigurðardóttir frá Staðarhóli, hjúkrunarfræðingur fæddist 22. janúar 1938 á Sólvangi við Kirkjuveg 29.
Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon verkamaður, verkstjóri, kennari, f. 13. apríl 1909 í Svartahúsi í Seyðisfirði eystri, d. 24. nóvember 2004, og kona hans Guðrún Jóhanna Magnúsdóttir frá Másseli í Jökulsárhlíð í N.-Múl., húsfreyja, f. 1. mars 1917, d. 16. október 2002.

Börn Jóhönnu og Sigurðar:
1. Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Garðabæ, f. 22. janúar 1938. Maður hennar Finnur Jónsson, látinn.
2. Magnús Helgi Sigurðsson bifvélavirki, vélsmíðameistari á Indriðastöðum í Skorradal, f. 29. júní 1947. Fyrrum kona hans Sigríður Stefánsdóttir. Sambúðarkona Inger Helgadóttir.
3. Ásdís Sigurðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 27. janúar 1950. Maður hennar Sveinn Valgeirsson.
4. Ólafur Már Sigurðsson deildarstjóri á Seltjarnarnesi, f. 29. nóvember 1953. Fyrrum kona hans María Ólafsdóttir. Kona hans Sigrún Kristín Ægisdóttir.

Þórunn lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1954, lauk námi í H.S.Í. í mars 1960.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum apríl 1960-10. júní 1961, á kvensjúkdómadeild Lsp sumrin 1970 og 1972, bæklunardeild sumarið 1973, öldrunardeild í Hátúni maí 1976-nóvember 1978, á Vífilsstöðum, lungnadeild, frá nóvember 1978. (Þannig 1990).
Þau Finnur giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn.

I. Maður Þórunnar, (25. mars 1961), var Finnur Jónsson verkfræðingur, f. 8. apríl 1937 í Reykjavík, d. 25. ágúst 2011. Foreldrar hans Karl Friðbert Jónsson læknir, f. 6. nóvember 1896 á Strýtu í Hamarsfirði, d. 1. janúar 1980, og kona hans Guðrún Margrethe Möller sjúkraþjálfi, f. 8. júní 1906, d. 13. desember 1972.
Börn þeirra:
1. Sigurður Finnsson verkfræðingur, f. 25. september 1961 í Reykjavík. Kona hans Lísa J. Finnsson.
2. Ólöf Finnssdóttir lögfræðingur, f. 7. nóvember 1962 í Kaupmannahöfn. Maður hennar Helgi Sigurðsson.
3. Guðrún Finnsdóttir félagsráðgjafi, f. 30. ágúst 1966. Maður hennar Orri Þór Ormarsson.
4. Hulda Björk Finnsdóttir háskólanemi, f. 4. mars 1974.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.