Gyða Ölvisdóttir (hjúkrunarfræðingur)
Guðrún Gyða Ölvisdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 26. mars 1954 að Þjórsártúni í Rang.
Foreldrar hennar Ölvir Karlsson bóndi, oddviti, f. 1. febrúar 1915 á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagaf., d. 24. september 1991, og kona hans Kristbjörg Hrólfsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1917 í Ábæ í Austurdal í Skagaf., d. 29. júní 2012.
Gyða nam í Lindargötuskóla í Rvk 5. og 6. bekk, lauk námi í H.S.Í. í október 1976.
Hún var hjúkrunarfræðingur á handlækningadeild Landakotsspítala janúar 1977 til október s. ár., deildarstjóri á göngudeild frá október 1977 til september 1981, hjúkrunarfræðingur á Kleppsspítala janúar 1982 til júní 1983, á Sjúkrahúsinu í Eyjum júlí 1983 til febrúar 1984, deildarstjóri á Ljósheimum á Selfossi, öldrunardeild, mars 1984 til janúar 1985, hjúkrunarfræðingur á Grensásdeild Borgarspítalans mars 1985 til maí 1986, ágúst 1986 til júní 1987 og september 1987 til maí 1988. (þannig 1988).
Hún var trúnaðarmaður á Grensásdeild 1986-1987.
Þau Geir giftu sig 1976, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Guðmundur Unnar giftu sig, eignuðust eitt barn.
I. Maður Gyðu, (27. nóvember 1976, skildu), er Geir Þórðarson gjaldkeri, fulltrúi, f. 31. maí 1953. Foreldrar hans Þórður Geirsson fiskimatsmaður í Rvk, f. 13. mars 1917, d. 3. júlí 1961, og kona hans Unnur Guðný Elínborg Albertsdóttir húsfreyja , f. 6. ágúst 1917, d. 11. febrúar 1996.
Börn þeirra:
1. Elín Hrönn Geirsdóttir, f. 25. ágúst 1976.
2. Örvar Geir Geirsson, f. 24. maí 1981.
I. Maður Gyðu er Guðmundur Unnar Agnarsson lífeindafræðingur, f. 30. júní 1946. Foreldrar hans Agnar Bragi Guðmundsson trésmiður á Blönduósi, f. 17. ágúst 1919, d. 5. nóvember 1989, og kona hans Hulda Lilja Þorgeirsdóttir frá Hólmavík, húsfreyja, f. 15. desember 1925.
Barn þeirra:
3. Ölvir Freyr Guðmundsson, f. 19. mars 1990, d. 25. desember 2021.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.