Björg Pálsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. september 2023 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. september 2023 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Björg Pálsdóttir. '''Björg Pálsdóttir''' hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir fæddist 3. nóvember 1955 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Páll Guðmundsson frá Ísafirði, stýrimaður, verkstjóri, f. 23. ágúst 1922, d. 15. september 2000, og kona hans Sveinbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1927 á Ísafirði, d. 9. október 2010. Björg varð gagnfræðingur í Kvennaskólanum í Reykjavík 1973, lau...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Björg Pálsdóttir.

Björg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir fæddist 3. nóvember 1955 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Páll Guðmundsson frá Ísafirði, stýrimaður, verkstjóri, f. 23. ágúst 1922, d. 15. september 2000, og kona hans Sveinbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1927 á Ísafirði, d. 9. október 2010.

Björg varð gagnfræðingur í Kvennaskólanum í Reykjavík 1973, lauk 6. bekk í Lindargötuskóla 1976, varð sjúkraliði, á Sjúkraliðaskóla Íslands 1977, lauk námi í H.S.Í. 1981, lauk ljósmæðranámi í L.M.S.Í. 1984.
Hún var hjúkrunarfræðingur á lýtalækningadeild Lsp september 1981-september 1982, ljósmóðir á fæðingadeild Lsp í 8 mánuði 1984-1985, í Eþíópíu 6 mánuði 1985, á fæðingadeild Lsp 1985-1988, á Sjúkrahúsinu í Eyjum í 10 mánuði 1988, á Fæðingarheimili Reykjavíkur 1991-1992, handlækningadeild Landspítalans 1992-1993. Hún vann í Keflavík 1989 og 1995-1996. Hún vann á vegum alþjóða Rauða krossins, í Thailandi, í Kabul, í Kenya, í Yemen, á árunum 1989-1996, yfirhjúkrunarfræðingur (headnurse) á vegum alþjóða Rauða krossins í Kenya 1996-1997.
Hún vann á fæðingadeild Landsítalans 1997-2000, var hjúkrunarstjóri á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í nokkra mánuði 2000, vann í Eyjum af og til 1990-1998, í föstu ljósmóðurstarfi í Eyjum 2006-2022.
Björg var formaður Ljósmæðradeildar innan H.F.Í. 1987-1989.
Björg bjó við Miðstræti 18.
Börn hennar:
1. Ásta Hrafnhildardóttir, f. 21. apríl 1991.
2. Tómas Martin Bjargarson, f. 28. júlí 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.