Elías Jörundur Friðriksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. september 2023 kl. 10:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. september 2023 kl. 10:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Elías Jörundur Friðriksson. '''Elías Jörundur Friðriksson''' sjúkraþjálfari fæddist 2. júní 1967 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Friðrik Ásmundsson skipstjóri, skólastjóri, f. 26. nóvember 1934, d. 19. nóvember 2016, og kona hans Valgerður Erla Óskarsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, skólastarfsmaður, f. 24. maí 1937, d. 6. nóvember 2015. Bö...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Elías Jörundur Friðriksson.

Elías Jörundur Friðriksson sjúkraþjálfari fæddist 2. júní 1967 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Friðrik Ásmundsson skipstjóri, skólastjóri, f. 26. nóvember 1934, d. 19. nóvember 2016, og kona hans Valgerður Erla Óskarsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, skólastarfsmaður, f. 24. maí 1937, d. 6. nóvember 2015.

Börn Erlu og Friðriks:
1. Ásmundur Friðriksson, f. 21. janúar 1956.
2. Óskar Pétur Friðriksson , f. 19. júní 1958.
3. Elías Jörundur Friðriksson, f. 2. júní 1967.

Elías var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Grænuhlíð 18 og á Löndum við Höfðaveg.
Hann lauk B.Sc.-prófi í sjúkraþjálfun í H.Í. 1993.
Elías vann hjá Sjúkraþjálfun Héðins í 6 mánuði eftir útskrift, síðan hjá Heilbrigðisstofnuninni í Eyjum og fyrir knattspyrnudeild og handknattleiksdeild ÍBV.
Þau Kolbrún giftu sig 2003, eignuðust tvö börn. Þau búa við Illugagötu.

I. Kona Elíasar, (12. júlí 2003), er Kolbrún Kristjánsdóttir, f. 15. febrúar 1966.
Börn þeirra:
1. Ásgeir Elíasson lögfræðingur hjá Vegagerð Ríkisins, f. 29. apríl 1998 í Eyjum. Unnusta hans Marta María Stephensen.
2. Katrín Bára Elíasdóttir nemi, f. 14. september 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Elías.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.