Steingrímur Pálsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. ágúst 2023 kl. 19:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. ágúst 2023 kl. 19:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Steingrímur Pálsson''' bóndi, verkamaður, beykir fæddist 17. febrúar 1868 á Kolgrímastöðum í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði og lést 15. október 1942 á Siglufirði.<br> Foreldrar hans voru Páll Pálsson, f. 11. febrúar 1810, d. 1870, og Rósa Jónsdóttir, f. 4. október 1832. Steingrímur var á Kolgrímastöðum 1870, var vinnumaður á Halldórsstöðum í Hólasókn í Eyjafirði 1890, bóndi í Efra-Samtúni í Kræklingahlíð í Eyj., síðar verkamað...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Steingrímur Pálsson bóndi, verkamaður, beykir fæddist 17. febrúar 1868 á Kolgrímastöðum í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði og lést 15. október 1942 á Siglufirði.
Foreldrar hans voru Páll Pálsson, f. 11. febrúar 1810, d. 1870, og Rósa Jónsdóttir, f. 4. október 1832.

Steingrímur var á Kolgrímastöðum 1870, var vinnumaður á Halldórsstöðum í Hólasókn í Eyjafirði 1890, bóndi í Efra-Samtúni í Kræklingahlíð í Eyj., síðar verkamaður, beykir á Siglufirði. Hann flutti til Bjargeyjar dóttur sinnar að Stóra-Gjábakka við Bakkastíg 8, var hjá henni 1940, flutti til Siglufjarðar, bjó á Túngötu 27 við andlát.

I. Kona Steingríms var Helga Guðrún Einarsdóttir, f. 27. febrúar 1871, d. 13. janúar 1925. Foreldrar hennar voru Einar Friðfinnsson bóndi í Syðra-Dalsgerði í Eyjafirði og víðar, f. 22. október 1847, d. 2. september 1927, og kona hans Margrét Stefánsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1851, d. 14. ágúst 1899.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Jónheiður Steingrímsdóttir húsfreyja, leikkona f. 24. júlí 1907, d. 25. desember 1974.
2. Bjargey Steingrímsdóttir húsfreyja f. 13. ágúst 1909, d. 29. október 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.