Björn Leifsson (kennari)
Björn Leifsson tónlistarmaður, kennari fæddist 1. desember 1953 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Leifur Örnólfs Björnsson setjari, f. 12. júlí 1929, d. 26. ágúst 2001, og kona hans Kristín Sigurjónsdóttir símavörður, f. 13. ágúst 1927.
Björn varð stúdent í M.T. 1973, lærði klarinettuleikk í Tónlistarskólanum í Rvk 1967-1971, í blásarakennaradeild 1976-1978. Hann var í Guildhall School of Music and Drama í London 1979-1981, lauk klarinettukennaraprófi (LGSM-gráðu) 1981.
Hann var stundakennari í Tónlistarskólanum í Eyjum frá janúar 1974-1976, í Gagnfræðaskólanum þar 1975-1976, kenndi í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Lúðrasveit Breiðholts og Árbæjar 1976-1978, í Hill House School í London 1980-1981. Hann var kennari í Tónlistarskóla Borgarfjarðar frá 1981, skólastjóri frá 1983-1991 og stundakennari í Grunnskólanum í Borgarnesi frá 1981-1993, kennari við Tónlistarskólann á Akureyri 1994-2003, á Kópaskeri 2003-2011, kenndi í Noregi 2011-2014, var organisti þar 2011-2023.
Björn var fulltrúi í Útvegsbankanum í Eyjum 1873-1976. Hann stundaði garðyrkjustörf á sumrin 1970-1973 og 1982-1984, skrifstofustörf á sumrin 1985 og 1986.
Björn var stjórnandi Lúðrasveitarinnar í Eyjum 1974-1976, Lúðrasveitar Borgarness frá 1981, Samkórs sunnan Heiðar 1982-1983, Samkórs Verkalýðsfélags Borgarness, nú Kveldúlfskórinn 1983-1984 og Samkórs Mýramanna frá 1983.
Björn sat í stjórn Samtaka tónlistarskólastjóra 1983-1984 og 1986-1987.
Hann útsetti lög Bjarna Valtýs Guðjónssonar við frumflutning á leikriti Trausta Jónssonar ,,Ingiríðar Óskarsdóttur“, samdi lög og texta, stjórnaði og undirbjó hljómsveit og söng við sama leikrit 1984.
Þau Ingibjörg giftu sig 1978, eignuðust tvö börn.
I. Kona Björns, (29. ágúst 1978), er Ingibjörg Þorsteinsdóttir kennari, f. 22. nóvember 1955. Foreldrar hennar Þorsteinn Þorsteinsson, f. 1. apríl 1925, og Edda Emilsdóttir, f. 14. júlí 1931.
Börn þeirra:
1. Leifur Björnsson tónlistarmaður, tölvunarfræðingur, vinnur við útgáfustarfsemi, f. 22. nóvember 1980. Kona hans Margrét Áskelsdóttir.
2. Edda Björnsdóttir kennari, safnstjóri við safnið í Elliðaárdal, f. 12. ágúst 1982. Maður hennar Steinar Erluson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Björn.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.