Jóhann Salómon Andrésson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. ágúst 2023 kl. 16:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. ágúst 2023 kl. 16:01 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Salómon Andrésson sjómaður fæddist 23. maí 1953 í Reykjavík.
Foreldrar hans Júlíus Andrés Ásgrímsson sjómaður og múrari, f. 2. desember 1921 í Gíslabæ í Breiðavíkurhreppi, Snæf., d. 2. september 2016, og Halldóra Jóhannsdóttir starfsmaður á Elliheimilinu Grund í Rvk, f. 12. september 1922 á Bíldudal, d. 23. nóvember 2016.

Jóhann var sjómaður.
Hann flutti til Eyja, vann í fyrstu í Netagerð Ingólfs, en síðan stundaði hann sjómennsku. Þau Ágústína fluttu til Færeyja 1982 og fluttu heim 2012. Þau bjuggu við Hásteinsveg 17, síðan við Áshamar 18. Þau búa nú í Mosfellsbæ.

I. Kona Jóhanns, (25. maí 1974), er Ágústína Hansen frá Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, sjúkraliði, f. þar 30. desember 1954.
Börn þeirra:
1. Ester Jóhannsdóttir flugfreyja, rekur fyrirtæki með manni sínum, f. 17. mars 1974 í Reykjavík. Maður hennar Stefán Helgi Hjaltason.
2. Andrea Jóhannsdóttir flugfreyja, f. 20. júní 1978 í Reykjavík. Sambúðarmaður hennar Tryggvi Óskarsson.
3. Jóhanna Ósk Jóhannsdóttir húsfreyja, rekur fyrirtæki með manni sínum, f. 16. maí 1984 í Færeyjum. Maður hennar Jonathan William Clark, breskur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ágústína.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.