Sigmundur Böðvarsson (fulltrúi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. ágúst 2023 kl. 13:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. ágúst 2023 kl. 13:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigmundur Böðvarsson (fulltrúi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Sigmundur Böðvarsson.

Sigmundur Böðvarsson fulltrúi, kennari fæddist 29. september 1937 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Böðvar Stephensen húsasmíðameistari, f. 1. október 1904, d. 23. október 1986, og kona hans Ragnhildur Dagbjört Jónsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1904, d. 23. júlí 1993.

Sigmundur lauk landsprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1953, stúdentsprófi í M.R. 1957, lauk lögfræðiprófi í H.Í. 1963, stundaði nám í þjóðarétti í Lundúnaháskóla 1963-1965, varð löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku 1966. Hann sótti námskeið í uppeldis- og kennslufræðum í H.Í 1977-1978. Hann var styrkþegi Vísindasjóðs og námssjóðs Lögmannafélags Íslands 1964 og 1984.
Sigmundur var stundakennari í Stýrimannaskólanum í Rvk (sjóréttur) 1965-1966, Iðnskólanum, Vélskólanum og Stýrimannaskólanum í Eyjum 1069-1971, í M.R., M.H. og M.T. 1971-1972, kennari í Fjölbrautarskóla Suðurnesja 1976-1979, Meistaraskóla Reykjavíkur frá 1980, Iðnskólanum í Rvk frá 1985. Hann var starfsmaður í samgöngu- og iðnaðarráðuneytinu 1965-1966.
Sigmundur var lögfræðingur í lagadeild S.Þ. 1966-1968, ritari fjárveitinganefndar Alþingis 1968-1969, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum 1969-1971, starfsmaður Böðvars S. Bjarnasonar sf. 1972-1976, lögfræðingur Ríkisskipa 1980-1984, rak jafnframt eigin lögfræðistofu og fasteignasölu í Rvk.
Hann var formaður Vöku 1959-1960, sá um Handbók stúdenta, 3. útgáfu, 1959.
Þau Jóna Sigurbjörg giftu sig 1968, eignuðust tvö börn.

I. Kona Sigmundar, (6. janúar 1968), var Jóna Sigurbjörg Karlsdóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1938, d. 20. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Karl Jóhannesson verslunarmaður, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1910, d. 12. júlí 2004, og kona hans Guðbjörg Fanney Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1917, d. 2. maí 1991.
Börn þeirra:
1. Sif Sigmundsdóttir, f. 3. maí 1970.
2. Ragnhildur Huld Sigmundsdóttir, f. 31. maí 1972.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.