Margrét Guttormsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. ágúst 2023 kl. 16:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. ágúst 2023 kl. 16:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Guttormsdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Guttormsdóttir.

Margrét Guttormsdóttir kennari fæddist 28. september 1932 á Hallormstað í Vallahreppi, S.-Múl. og lést 12. febrúar 2001 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guttormur Pálsson skógarvörður þar, f. 12. júlí 1884, d. 5. júní 1964, og kona hans Guðrún Margrét Pálsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1904, d. 19. nóvember 1968.

Margrét nam í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað 1947-1948, lauk landsprófi í Héraðsskólanum á Eiðum 1950, varð stúdent í M.A. 1954, lauk kennaraprófi 1956, stundaði tónlistarnám í Hochschule für Musik Leipzig 1959-1960.
Hún var kennari í Barnaskóla Eskifjarðar 1956-1957, í barnaskólanum í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 1957-1967 (kenndi ekki 1959-1960), kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1967-1970, í Árbæjarskóla í Rvk frá 1970.
Árið 1985 tóku hjónin sig upp með fjölskyldu sína og fluttust til Björgvinjar í Noregi og störfuðu þar við íslenskukennslu til 1991, er fjölskyldan fluttist búferlum til starfa í Lúxemborg, en flutti heim til Íslands 1993. Margrét kenndi við Breiðholtsskóla til ársins 1994, er hún tók að sér nýbúakennslu við Háteigsskóla.
Þau Jóhannes Helgi giftu sig 1969, eignuðust tvö börn.
Margrét lést í febrúar 2001 og Jóhannes Helgi í september 2001.

I. Maður Margrétar, (30. desember 1969), var Jóhannes Helgi Jónsson rithöfundur, f. 5. september 1926, d. 16. september 2001. Foreldrar hans voru Jón Friðrik Matthíasson loftskeytamaður, f. 23. ágúst 1901, d. 22. október 1988, og kona hans Jónína Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1907, d. 4. ágúst 1996.
Börn þeirra:
1. Jón Gauti Jóhannesson sendiráðsritari, f. 8. júní 1969. Kona hans Nina Laperashvili
2. Guttormur Helgi Jóhannesson háskólanemi, f. 17. mars 1975.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 22. febrúar 2001. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.