Jón P. Emilsson (fulltrúi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júlí 2023 kl. 16:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júlí 2023 kl. 16:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jón Pálmi Emilsson. '''Jón Pálmi Emilsson''' fulltrúi fæddist 23. október 1922 að Stuðlum í Reyðarfirði og lést 16. október 1978.<br> Foreldrar hans voru Emil Tómasson búfræðingur, bóndi, rithöfundur, síðar umsjónarmaður í Rvk, f. 8. ágúst 1881, d. 11. september 1967, og kona hans Hildur Þuríður Bóasdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1886, d. 12. desember 1933. Jón varð gagnfræðingur í M.R. utansk...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Pálmi Emilsson.

Jón Pálmi Emilsson fulltrúi fæddist 23. október 1922 að Stuðlum í Reyðarfirði og lést 16. október 1978.
Foreldrar hans voru Emil Tómasson búfræðingur, bóndi, rithöfundur, síðar umsjónarmaður í Rvk, f. 8. ágúst 1881, d. 11. september 1967, og kona hans Hildur Þuríður Bóasdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1886, d. 12. desember 1933.

Jón varð gagnfræðingur í M.R. utanskóla 1940, stúdent þar 1944, lauk embættisprófi í lögfræði í H.Í. 1951, varð héraðsdómslögmaður 1952, hæstaréttarmálaflutningsmaður 1967.
Hann var stundakennari í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1944-1948, var lögfræðilkegur ráðunautur verðlagsyfirvalda, rak eigin lögfræðistofu í Rvk frá 1954-1959 og 1969-1973, var varabæjarfulltrúi frá 1954-1958. Hann var fulltrúi borgarstjórans í Rvk 1965-1966, fulltrúi bæjarfógetans í Eyjum 1967-1969, fulltrúi yfirborgarfógeta í Rvk 1973-1976.
Jón sat í miðstjórn Alþýðuflokksins frá 1944-1958, kjörinn í landskjörstjórn 1956, hlaut styrk Vísindasjóðs til ritstarfa um fébótaábyrgð hins opinbera 1963.
Þau Jóhanna giftu sig 1968, skildu barnlaus.

I. Kona Jóns, (14. ágúst 1968, skildu), var Jóhann Friðmey Líkafrónsdóttir Hrafnfjörð ljósmóðir, stofnandi og rekandi Fæðingarheimilisins í Kópavogi, f. 29. nóvember 1925, d. 15. ágúst 2011. Foreldrar hennar voru Líkafrón Sigurgarðsson bóndi á Hrafnsfjarðareyri, f. 12. júlí 1882, d. 4. maí 1968, og kona hans Bjarney Solveig Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 25. mars 1893, d. 12. maí 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.