Aðalgeir Kristjánsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2023 kl. 17:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2023 kl. 17:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Aðalgeir Kristjánsson. '''Aðalgeir Kristjánsson''' dr. phil., kennari, sagnfræðingur, skjalavörður, fæddist 30. maí 1924 á Finnsstöðumí Ljósavatnshreppi, S.-Þing. og lést 18. júlí 2021.<br> Foreldrar hans voru Kristján Árnason bóndi, f. 5. nóvember 1886, d. 13. júlí 1935, og kona hans Halldóra Sigurbjarnardóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1892, d. 3. maí 1957. Aðalgeir varð gagnfræðingur í Men...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Aðalgeir Kristjánsson.

Aðalgeir Kristjánsson dr. phil., kennari, sagnfræðingur, skjalavörður, fæddist 30. maí 1924 á Finnsstöðumí Ljósavatnshreppi, S.-Þing. og lést 18. júlí 2021.
Foreldrar hans voru Kristján Árnason bóndi, f. 5. nóvember 1886, d. 13. júlí 1935, og kona hans Halldóra Sigurbjarnardóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1892, d. 3. maí 1957.

Aðalgeir varð gagnfræðingur í Menntaskólanum á Akureyri 1944, varð stúdent í sama skóla 1947, lauk kennaraprófi í íslenskum fræðum, cand. mag. 1953, lauk prófi í uppeldis- og kennslufræðum sama ár, stundaði framhaldsnám í háskóla í Ósló 1954-1955, lauk doktorsprófi í Háskóla Íslands 1974.
Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1953-1954, var við sagnfræðirannsóknir í Kaupmannahöfn veturna 1954-1958. Hann var bókavörður í Landsbókasafni 1959-1961, skjalavörður í Þjóðskjalasafni frá 1961, fyrsti skjalavörður þar frá 1970.
Hann sat í útgáfunefnd Sverris Kristjánssonar 1981-1987.
Rit:
Greinar í blöðum og tímaritum.
Útgáfa: Undir vorhimni. Bréf frá Konráði Gíslasyni, 1961.
Ævisaga Brynjólfs Péturssonar, 1972.
Sá um útgáfu: Bréf Brynjólfs Péturssonar, 1964. Aðalgeir dvaldi síðustu ár sín á hjúkrunarheimilinu Hvammi á Húsavík.
Hann lést 2021.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.