Agatha Þórðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júní 2023 kl. 16:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júní 2023 kl. 16:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Agatha Þórðardóttir og Steinn Sigurðsson. '''Agatha Þórðardóttir''' frá Heggsstöðum í Andakíl, Borg., húsfreyja fæddist 27. nóvember 1862 og lést 8. september 1953.<br> Foreldrar hennar voru Þórður Magnússon bóndi, f. 1. janúar 1834, d. 14. janúar 1899, og kona hans Sigurbjörg Gísladóttir húsfreyjja, f. 27. október 1827, d. 1. maí 1894. Agatha var með foreldrum sínum, á Staðar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Agatha Þórðardóttir og Steinn Sigurðsson.

Agatha Þórðardóttir frá Heggsstöðum í Andakíl, Borg., húsfreyja fæddist 27. nóvember 1862 og lést 8. september 1953.
Foreldrar hennar voru Þórður Magnússon bóndi, f. 1. janúar 1834, d. 14. janúar 1899, og kona hans Sigurbjörg Gísladóttir húsfreyjja, f. 27. október 1827, d. 1. maí 1894.

Agatha var með foreldrum sínum, á Staðarhóli í Borgarfirði 1870, var vinnukona í Innsta-Vogi í Garðasókn, Borg. 1880, hjá Bernhöft bakarameistara í Reykjavík 1890, leigjandi í Fagurhóli í A.-Landeyjum 1901.
Þau Steinn giftu sig 1898, fluttu til Eyja 1901, eignuðust þrjú börn, en tvö þeirra fæddust andvana. Þau bjuggu í fyrstu í Hlíðarhúsi við Miðstræti 5b, byggðu og bjuggu á Sólheimum við Njarðarstíg 15.
Þau fluttu til lands 1914, bjuggu þar síðan, síðast í Hafnarfirði.
Steinn lést 1940 og Agatha 1953.

I. Maður Agöthu, (24. júlí 1898), var Steinn Sigurðsson kennari, skóalstjóri, f. 24. apríl 1872 í Fagurhóli í A.-Landeyjum, d. 18. ágúst 1940.
Börn þeirra:
1. Andvana barn. f. 27. júní 1899, líklega í A-Landeyjum.
2. Andvana barn fætt 9. október 1901 í Hlíðarhúsi.
3. Óskar Lárus Steinsson kennari í Hafnarfirði, gjaldkeri, f. 21. maí 1903 á Sólheimum, d. 12. apríl 1954. Kona hans Kristín Kristjánsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.