Jónatan Jakobsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júní 2023 kl. 11:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júní 2023 kl. 11:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jónatan Jakobsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Jónatan Lárus Jakobsson.

Jónatan Lárus Jakobsson kennari fæddist 22. september 1907 að Torfustaðahúsum í Miðfirði, Hún. og lést 13. mars 1996.
Foreldrar hans voru Jakob Þórðarson bóndi, f. 3. nóvember 1860, d. 16. apríl 1924, og kona hans Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1877, d. 6. mars 1958.

Systir Jónatans var
1. Elín Jakobsdóttir húsfreyja í Barnaskólanum, f. 21. janúar 1914, d. 31. ágúst 2004.

Jónatan nam í Alþýðuskólanum á Hvítárbakka, í Menntaskólanum á Akureyri (3. bekk) 1930-1931, varð gagnfræðingur 1931. Hann lauk kennaraprófi 1934.
Jónatan kenndi í Staðarskólahéraði V.-Hún. 1931-1933 og 1934-1938, Fremri-Torfustaðaskólahéraði 1938-1940 og 1942-1945 (jafnframt Ytri-Torfustaðaskólahéraði 1938-1940), var skólastjóri á Drangsnesi, Strand. 1941-1942. Hann var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1945-1949, á Jaðri við Reykjavík 1949-1951, í V.-Eyjafjallaskólahéraði 1951-1952, var skólastjóri barnaskólans í A.-Eyjafjallaskólahéraði 1952-1953, barnaskólanum í Fljótshlíð frá 1953-1971, bjó í Reykjavík frá 1971.
Þau Svanhvít giftu sig 1937, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Margrét giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn.
Margrét lést 1972 og Jónatan 1996.

I. Kona Jónatans, (22. maí 1937), var Svanhvít Stefánsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1918, d. 9. mars 2000. Foreldrar hennar voru Stefán Magnússon bóndi í Péturskoti og Stóra-Lambhaga í Garðahreppi, Gull., f. 12. maí 1887, d. 21. september 1920, og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1890, d. 27. júlí 1985.
Börn þeirra:
1. Jakob Jónatansson, f. 19. apríl 1937. Fyrrum kona hans Birna Hervarsdóttir.
2. Sigrún Jónatansdóttir, f. 26. september 1938, d. 11. janúar 1947.
3. Stefán Jóhann Jónatansson, f. 25. júní 1940. Kona hans Ása Benediktsdóttir.

II. Kona Jónatans, (26. júlí 1952), Margrét Auðunsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1912, d. 10. febrúar 1972. Foreldrar hennar voru Auðunn Ingvarsson bóndi og verslunarmaður í Dalseli u. V.-Eyjafjöllum, f. 6. ágúst 1869, d. 10. maí 1961, og kona hans Guðlaug Helga Hafliðadóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1877, d. 28. desember 1941.
Börn þeirra:
4. Auður Helga Jónatansdóttir fóstra, húsfreyja, f. 5. apríl 1953. Maður hennar Aðalsteinn Guðmundsson.
5. Sigrún Ólöf Jónatansdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1954. Maður hennar Gestur Björnsson.
6. Benedikt Jónatansson verkamaður, f. 8. nóvember 1960. Kona hans Gréta Lárusdóttir.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1996. Minning Jónatans.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.