Ingimundur Magnússon (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júní 2023 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júní 2023 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Ingimundur Sigurður Magnússon. '''Ingimundur Sigurður Magnússon''' frá Reykhólum, Barð., smíðakennari, bóndi, húsasmíðameistari, hreppstjóri í Hábæ í Króksfirði, Barð. fæddist 11. september 1933 og lést 21. ágúst 1992. <br> Foreldrar hans voru Magnús Ingimundarson bóndi í Bæ í Króksfirði, hreppstjóri, f. 6. júní 1901, d. 13. ágúst 1982, og kona hans Jóhanna Hákonardóttir húsfreyja, f....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ingimundur Sigurður Magnússon.

Ingimundur Sigurður Magnússon frá Reykhólum, Barð., smíðakennari, bóndi, húsasmíðameistari, hreppstjóri í Hábæ í Króksfirði, Barð. fæddist 11. september 1933 og lést 21. ágúst 1992.
Foreldrar hans voru Magnús Ingimundarson bóndi í Bæ í Króksfirði, hreppstjóri, f. 6. júní 1901, d. 13. ágúst 1982, og kona hans Jóhanna Hákonardóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1901, d. 12. júlí 1937.

Ingimundur var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var tæpra fjögurra ára.
Hann lauk handavinnukennaraprófi 1953, lauk prófi í Húsasmíði í Kvöldskóla Iðnaðarmanna í Eyjum 1955, fékk meistararéttindi 1964, lauk prófum í Meistaraskólanum í Reykjavík 1978.
Hann var stundakennari í Gagnfræðaskólanum 1953-1955, kennari á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 1958-1966.
Ingimundur var bóndi í Hábæ í Króksfirði 1958-1977, hreppstjóri Reykhólahrepps 1958-1977, stundaðu húsbyggingavinnu jafnfraamt búskap og síðar, var forstöðumaður fasteigna ríkisins á vegum fjármálaráðuneytisins frá 1984.
Þau Sjöfn Karólína giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn, fluttu á Seltjarnarnes 1977.
Ingimundur lést 1992 og Sjöfn 2009.

I. Kona Ingimundar, (25. júlí 1959), var Sjöfn Karólína Smith Sverrisdóttir, sendiráðsstarfsmaður í Ósló, bókari í Reykjavík, húsfreyja, f. 27. júlí 1937, d. 9. mars 2009. Foreldrar hennar voru Sverrir Smith loftskeytamaður í Reykjavík, f. 23. júní 1902 í Noregi, d. 10. desember 1962, og kona hans Laufey Jónsdóttir Smith húsfreyja, f. 5. júní 1904, d. 28. júlí 1954.
Börn þeirra:
1. Magnús Ingimundarson byggingameistari, f. 13. maí 1960. Sambúðarkona hans Brynja Ásta Haraldsdóttir.
2. Laufey Anna Ingimundardóttir starfsmaður Múlalundar, f. 23. október 1962.
3. Sverrir Ingimundarson matreiðslumaður, f. 7. apríl 1964. Sambúðarkona hans Steinþóra Ágústsdóttir.
4. Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir framkvæmdastjóri, f. 17. febrúar 1972.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 1992. Minning Ingimundar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.