Eiríkur Ómar Sæland
Eiríkur Ómar Sæland garðyrkjufræðingur, blómakaupmaður, verktaki fæddist 11. nóvember 1958.
Foreldrar hans voru Eiríkur Ágúst Sæland frá Hafnarfirði, vélstjóri, garðyrkjumaður, garðyrkjubóndi, umboðsmaður, f. 25. apríl 1922, d. 22. nóvember 2002 og kona hans Hulda Gústavsdóttir Sæland, húsfreyja, f. 24. desember 1926, d. 22. janúar 2018.
Eiríkur er garðyrkjufræðingur, rekur verktakafyrirtækið Sælandsgarðar og sér um garðyrkju Bæjarins.
Þau Margrét giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Ásavegi 30. Þau skildu.
I. Kona Eiríks Ómars, skildu, er Margrét Kolbeinsdóttir frá Hólmi, húsfreyja, f. 28. júní 1946.
Börn þeirra:
1. Kolbeinn Ágúst Sæland garðyrkjufræðingur, vélstjóri í Mosfellsbæ, síðar á Bolungarvík, f. 18. júlí 1985, ókvæntur. Barnsmóðir hans er Elísabet Guðmundsdóttir.
2. Hulda Erna Eiríksdóttir sjúkraliði í Eyjum, f. 25. janúar 1990, ógift og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eiríkur Ómar.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.