Magnús Stefán Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. maí 2023 kl. 10:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. maí 2023 kl. 10:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Stefán Sigurðsson frá Keflavík, sjómaður fæddist þar 14. september 1938 og lést 23. júní 1996.
Foreldrar hans voru Sigurður Sumarliðason verkamaður, f. 28. júlí 1913, d. 11. desember 1996, og kona hans María Magnúsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1909, d. 29. desember 1993.

Magnús var sjómaður.
Þau Guðrún giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Stóru-Heiði. Þau stóðu í húsbyggingu við Gosið 1973 og misstu bygginguna. Þau fluttu til Keflavíkur, byggðu þar, en skildu.
Magnús lést 1996.

I. Kona Magnúsar, (skildu), er Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1943.
Börn þeirra:
1. María Magnúsdóttir, f. 15. desember 1959 í Keflavík. Maður hennar Viðar Erlingsson.
2. Sigurður Magnússon vinnuvélastjóri, bifreiðastjóri, f. 19. apríl 1965 í Eyjum, d. 24. ágúst 2021. Kona hans Björk Reynisdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 5. júlí 1996. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.