Páll Júníusson
Páll Júníusson sjómaður fæddist 18. október 1889 í Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi og drukknaði á fiskiskipinu Valtý 28. febrúar 1920.
Foreldrar hans voru Júníus Pálsson skipstjóri, sýslunefndarmaður, gangnaforingi, f. 3. júní 1861, d. 12. apríl 1932, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Grímsfjósum, húsfreyja, 15. mars 1866, d. 27. maí 1944.
Páll var með foreldrum sínum 1890 og 1910.
Þau Þórdís giftu sig 1919 á Stokkseyri, eignuðust eitt barn. Þau fluttu til Eyja og Páll drukknaði 1920.
I. Kona Páls, (27. janúar 1919), var Þórdís Eyjólfsdóttir]] frá Skipagerði á Stokkseyri, húsfreyja, síðar verkakona í Reykjavík, f. 8. ágúst 1898, d. 28. nóvember 1991. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Bjarnason, f. 5. janúar 1869, d. 5. maí 1959 og fyrri kona hans Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. mars 1878, d. 8. maí 1907.
Barn þeirra:
1. Páll Júníus Pálsson rafverktaki í Reykjavík, einn af stofnendum Myndlistarskólans og skólastjóri um árabil, f. 21. mars 1920 í Símonarhúsi á Stokkseyri, d. 1. júní 1991. Kona hans Kristjana Stefánsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.