Guðmundur Jóhannsson (rafvirki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2023 kl. 14:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2023 kl. 14:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Guðmundur Jóhannsson (Steinholti) á Guðmundur Jóhannsson (rafvirki))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Jóhannsson rafvirki fæddist 29. september 1957 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jóhann Guðmundur Ólafsson sjómaður, verkstjóri, f. 15. apríl 1935, og kona hans Guðrún Steinsdóttir frá Múla, húsfreyja, f. 22. september 1935, d. 7. október 2017.

Guðmundur var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1977. Meistari var Þórarinn Sigurðsson.
Hann vann hjá Geisla hf. 1974-1985, hjá Rafvirkni sf. 1985-1986, varð framkvæmdastjóri Eyjaíss hf..
Þau Margrét giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Guðmudar er Margrét Kjartansdóttir húsfreyja, f. 7. janúar 1959 í Reykjavík. Foreldrar hennar Kjartan Reynir Zophóníasson rennismiður og bifvélavirki í Kópavogi, síðast í Hafnarfirði, f. 20. júlí 1930 á Stóru-Býlu í Innri-Akraneshreppi, d. 4. febrúar 2016, og kona hans Stella Hjaltadóttir húsfreyja, gangavörður, f. 31. mars 1932 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Jóhann Ólafur Guðmundsson, f. 1. júlí 1977.
2. Davíð Örn Guðmundsson, f. 10. apríl 1983.
3. Rakel Ósk Guðmundsdóttir, f. 23. febrúar 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.