Jón Atli Árnason (læknir)
Jón Atli Árnason frá Túngötu 24, læknir fæddist 19. júlí 1959.
Foreldrar hans voru Árni Guðmundsson frá Eiðum, vélstjóri, f. 25. júní 1926, d. 12. nóvember 2000, og kona hans Jóna Hannesdóttir frá Hæli, húsfreyja, f. 27. maí 1925, d. 10. febrúar 2010.
Börn Jónu og Árna:
1. Steinar Vilberg Árnason lífefnafræðingur, cand. mag., löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í spænsku, f. 2. október 1947. Kona hans er Guðrún Norðfjörð.
2. Þyri Kap Árnadóttir menntaskólakennari, f. 6. nóvember 1948. Maður hennar er Trausti Leósson.
3. Jón Atli Árnason læknir í Bandaríkjunum, sérfræðingur í giktsjúkdómum, f. 19. júlí 1959. Kona hans er Salvör Jónsdóttir.
Jón var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur í Gosinu 1973.
Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1979, lauk BSc-prófi í læknisfræði 1087, varð cand. med í læknisfræði í júní 1987, lauk bandarísku sérfræðiprófi í almennum lyflækningum 1993, og bandarísku sérfræðiprófi í giktlækningum 1997. Jón fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 11. ágúst 1989, og í Wisconsin 1992, sérfræðingsleyfi í almennum lyflækningum í Bandaríkjunum 1993 og í giktlækningum 1997, sérfræðingsleyfi á Íslandi í almennum lyflækningum og í giktlækningum sem undirgrein 30. október 1995.
Jón Atli vann á kandídatsári sínu á Landspítala, Landakotsspítala, og Borgarspítalanum.
Sérfræðinám stundaði Jón í University of Wisconsin, Hospital and Clinic í Madison júlí 1990-júní 1993, og í giktlækningum júlí 1993- júní 1995, var bráðamóttökulæknir á ýmsum sjúkrahúsum í Wisconsin á vegum Rural Wisconsin Hospital Cooperative 1993-1994, var Clinical Instructor við University of Wisconsin Medical School frá júlí 1993-júní 1995.
Jón var sérfæðingur í almennum lyflækningum og giktlækningum við University of Wisconsin Health og við Divine Savior Hospital í Portage frá ágúst 1995. Hann var jafnframt sérfræðingur í giktlækningum við Adams-Friendship Memorial Hospital og við St. Agnes Hospital í Fond du Lac í Wisconsin. Hann var Clinical Assistant Professor í giktlækningum við University of Wisconsin, Medical School frá október 1997- til loka 2001, starfandi giktlæknir á Íslandi 2002-2009, síðan klínískur prófessor við University of Wisconsin.
Félags- og trúnaðarstörf:
Í stjórn Félags íslenskara lækna í Norður-Ameríku 1991-1992 og 1995-1996. Formaður Patient Care Commitee við Divine Savior Hospital frá 1996.
Ritstörf:
Höfundur og meðhöfundur greina í erlendum læknatímaritum.
Viðurkenningar:
American College of Physician Chapter, Award for exceptional teaching and mentoring 1996.
Þau Salvör giftu sig 1983, eignuðust tvö börn.
I. Kona Jóns Atla, (14. apríl 1983), er Salvör Jónsdóttir frá Melaleiti í Melasveit, Borg., húsfreyja, BS-próf í landafræði, MSc-próf í skipulagsfræði. Hún er land- og skipulagsfræðingur. Foreldrar hennar Jón Kristófer Magnússon bóndi, f. 2. ágúst 1932, og kona hans Kristjana Höskuldsdóttir húsfryja, organisti, f. 12. júlí 1936, d. 5. desember 2010.
Börn þeirra:
1. Magnús Hallur Jónsson, f. 5. september 1987,
2. Una Jónsdóttir, f. 15. nóvember 1989.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Læknablaðið 11. tbl. 106. árg. 2020.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.