Reynir Carl Þorleifsson (bakarameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. apríl 2023 kl. 13:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. apríl 2023 kl. 13:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Reynir Carl Þorleifsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Reynir Carl Þorleifsson.

Reynir Carl Þorleifsson bakarameistari fæddist 25. septyember 1952 og lést 25. apríl 2019.
Foreldrar hans voru Þorleifur Guðjónsson verkamaður, f. 23. júlí 1922 á Fáskrúðsfirði, d. 9. nóvember 2010, og kona hans Erika Minna Maria Guðjónsson frá Þýskalandi, húsfreyja, f. 22. mars 1912, d. 10. ágúst 2007.

Reynir var með foreldrum sínum á Fífilgötu 5 og við Brimhólabraut 26. Hann var með móður sinni á Brimhólabraut 26 1972, fluttist til Reykjavíkur í Gosinu 1973.
Hann lærði bakaraiðn hjá Sigmundi Andréssyni frá 1969 og lauk náminu í Snorrabakaríi í Hafnarfirði 1973. Reynir vann alla tíð við bakaraiðn, var um skeið sölumaður og bakari hjá Efnagerð Laugarness og var bakari í Bernhöftsbakaríi í mörg ár.
Þau Jenný stofnuðu fyrirtækið Reynir-bakari á Dalvegi 4 í Kópavogi 1994 og opnuðu síðar útibú í Hamraborg 14.
Reynir starfaði í mörg ár fyrir Landsamband bakarameistara og var formaður 2004-2007. Hann var einnig í kiwanisklúbbnum Eldey.
Þau Jenný giftu sig 1976, eignuðust fjögur börn.
Reynir eignaðist barn með Eddu 1964.
Reynir lést 2019.

I. Kona Reynis Carls, (25. september 1976), er Jenný Þóra Eyland atvinnurekandi, f. 10. ágúst 1955. Foreldrar hennar voru Henry Juul Eyland, f. 21. júní 1922, d. 21. febrúar 1984, og Þórey Gunnlaug Petra Þorsteinsdóttir, f. 11. desember 1924, d. 26. desember 1974.
Börn þeirra:
1. Þorleifur Karl Reynisson bakari, f. 29. september 1974. Kona hans Helena Rós Hafsteinsdóttir.
2. Anna María Reynisdóttir kennari, f. 12. ágúst 1977. Maður hennar Kristinn Þór Ingvarsson.
3. Henrý Þór Reynisson bakari, f. 17. febrúar 1980. Kona hans Elísa Örk Einarsdóttir.

II. Barnsmóðir Reynis er Edda Magnúsdóttir, f. 4. desember 1964.
Barn þeirra:
4. Magnús Þór Reynisson, f. 13. janúar 1987. Kona hans Erna Dís Eiríksdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.