Sigurður Jónsson (Böðvarsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. apríl 2023 kl. 15:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. apríl 2023 kl. 15:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurður Jónsson''' frá Böðvarsdal í Vopnafirði, skrifstofumaður fæddist 29. nóvember 1924 og lést 24. september 2005.<br> Foreldrar hans voru Jón Eiríksson kennari, skólastjóri, bóndi, f. 28. janúar 1891, d. 20. apríl 1979, og kona hans Lára Runólfsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1894, d. 4. nóvember 1985. Sigurður varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1944, stundaði nám í verkfræði í Háskóla Íslands 1944-1945.<br> Hann vann skrifstofu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Jónsson frá Böðvarsdal í Vopnafirði, skrifstofumaður fæddist 29. nóvember 1924 og lést 24. september 2005.
Foreldrar hans voru Jón Eiríksson kennari, skólastjóri, bóndi, f. 28. janúar 1891, d. 20. apríl 1979, og kona hans Lára Runólfsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1894, d. 4. nóvember 1985.

Sigurður varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1944, stundaði nám í verkfræði í Háskóla Íslands 1944-1945.
Hann vann skrifstofustörf hjá Reykjavíkurborg 1946-1948, hjá Vestmannaeyjabæ 1949-1954 og hjá Tanga á Vopnafirði frá 1957 til starfsloka vegna aldurs.
Sigurður bjó við Strandveg 42.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.