Ólafur Tryggvi Ólafsson (úrsmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. mars 2023 kl. 16:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. mars 2023 kl. 16:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Tryggvi Ólafsson (úrsmiður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Tryggvi Ólafsson og fóstri hans Gísli Gunnarsson.

Ólafur Tryggvi Ólafsson úrsmiður fæddist 7. júní 1891 að Ormsstöðum í Grímsnesi, Árn., varð úti á Hellisheiði 28. desember 1914.
Foreldrar hans voru Ólafur Þorsteinsson, f. í júní 1860, og Þórey Sveinsdóttir á dvöl á Ormsstöðum, f. 18. júlí 1857, d. 18. september 1938. Fósturforeldrar hans voru Gísli Gunnarsson bóndi í Ölvesholti í Flóa og Heimalandi í Hraungerðishreppi, f. 19. mars 1833 í Ölvesholti, d. 31. desember 1914, og kona hans Halla Jónsdóttir frá Galtafelli í Hrunamannahreppi, húsfreyja, f. 15. júlí 1831, d. 26. janúar 1918.

Ólafur var niðursetningur á Brjánsstöðum í Klausturhólasókn, Árn. 1901, síðar með fósturforeldrum sínum.
Hann var leigjandi á Seyðisfirði 1910, fór til Eyja í úrsmíðanám, var úrsmiður, leigjandi á Lögbergi við Vestmannabraut 56a 1912.
Ólafur var á leið frá Reykjavík í Ölfus til að hitta Gísla fóstra sinn, sem lá banaleguna. Hann varð úti á Hellisheiði, jarðsettur með fóstra sínum að Kotströnd í Ölfusi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.