Pétur Þórðarson (Fögrubrekku)
Pétur Þórðarson verkamaður, sjómaður fæddist 5. október 1885 í Hofssókn í Skagafirði og lést 20. mars 1946.
Foreldrar hans voru Þórður Baldvinsson bóndi á Stóru-Brekku, Þorgeirsbrekku og Hofi á Höfðaströnd, Skagaf., sjómaður, skipstjóri á Hofsósi, f. 1. desember 1861, drukknaði 26. ágúst 1904, og fyrri kona hans Jóhanna Lovísa Pétursdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1860, d. 16. september 1891.
Pétur var með foreldrum sínum á Hofi í Hofssókn 1890, var hjá Margréti Baldvinsdóttur föðursystur sinni á Hugljótsstöðum í Hofssókn 1901, var hjú á Hóli í Reynisstaðasókn í Skagafirði 1910.
Hann flutti til Eyja 1914.
Þau Ólafía giftu sig 1916 í Eyjum, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári þess. Þau bjuggu í Hvíld við Faxastíg 14, á Jaðri við Vestmannabraut 6 og á Fögrubrekku við Vestmannabraut 68.
Þau fluttu úr Eyjum um miðjan þriðja áratug 20. aldar, voru í Merkinesi Höfnum 1930.
Pétur lést 1946.
Ólafía bjó síðast á Vífilsgötu 17 í Reykjavík. Hún lést 1978.
I. Kona Péturs, (4. nóvember 1916), var Ólafía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. mars 1899 í Njarðvíkursókn, d. 22. september 1978.
Börn þeirra:
1. Sigríður Lovísa Pétursdóttir, f. 9. mars 1917 í Hvíld, d. 22. apríl 1999.
2. Guðný Sigurða Pétursdóttir, f. 16. nóvember 1919 á Jaðri, d. 20. maí 1921.
3. Unnur Guðfinna Pétursdóttir, f. 15. apríl 1921 á Fögrubrekku, d. 8. júní 2009.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.