Þorgerður Gísladóttir (Bjarmahlíð)
Þorgerður Gísladóttir frá Prestahvammi í Aðaldal, S.-Þing., húsfreyja fæddist þar 6. nóvember 1909 og lést 20. júlí 1998 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Gísli Sigurbjörnsson frá Stóru-Laugum í Reykjadal, S.-Þing., bóndi, f. 15. apríl 1867, d. 1. mars 1954, og kona hans Helga Sigurveig Helgadóttir frá Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, húsfreyja, f. 26. febrúar 1866, d. 7. september 1951.
Þorgerður var með foreldrum sínum í æsku, í Prestahvammi 1910 og 1923, systir húsbóndans þar 1940.
Hún var vinnukona á ýmsum bæjum í Aðaldal, Laxárdal og á Akureyri. Hún var fiskiðnaðarkona í Eyjum.
Þau Jónatan giftu sig 1945, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Knarrarbergi í Flatey á Skjálfanda 1945-1956, en fluttu þá til Eyja. Þau eignuðust Brimhóla og bjuggu þar.
Jónatan lést 1964.
Þorgerður bjó með Birni syni sínum í Bjarmahlíð við Brekastíg 26 við Gosið 1973.
Hún flutti til Reykjavíkur við Gosið, bjó með Birni syni sínum. Hún dvaldi að síðustu á Grund í Reykjavík.
Hún lést 1998.
I. Maður Þorgerðar, (6. júní 1945), var Jónatan Árnason frá Knarrareyri á Flateyjardal, S.-Þing., bóndi, sjómaður verkamaður, f. 4. júní 1914, d. 23. maí 1964.
Börn þeirra:
1. Tómas Baldur Jónatansson, f, 18. ágúst 1945, d. 15. október 1950.
2. Björn Jónatansson f. 21. júlí 1947.
3. Gísli Jóhannes Jónatansson, á Fáskrúðsfirði f. 5. september 1948. Kona hans Sigrún Guðlaugsdóttir.
4. Jóhanna Helga Jónatansdóttir, f. 21. desember 1950, d. 5. nóvember 1955.
5. Guðlaug Elísabet Jónatansdóttir, f. 23. desember 1950.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 30. júlí 1998. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.