Sigrún J. Eyrbekk

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. janúar 2023 kl. 13:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. janúar 2023 kl. 13:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigrún J. Eyrbekk“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigrún Sigurlaug Jóngeirsdóttir Eyrbekk.

Sigrún Sigurlaug Jóngeirsdóttir Eyrbekk frá Brekastíg 7, húsfreyja, ljóðskáld fæddist þar 22. apríl 1932 og lést 6. júní 2007 á heimili aldraðra á Dalvík.
Foreldrar hennar voru Jóngeir D. Eyrbekk skipstjóri, f. 30. janúar 1904 í Stöðvarhúsi í Sauðárkrókssókn, Skagaf., d. 30. júlí 1962, og barnsmóðir hans Sigríður Sölvadóttir frá Kjartansstöðum í Skagafirði, f. 12. maí 1907, d. 10. júlí 1997.

Sigrún var með móður sinni, síðar með henni og Stefáni Gunnlaugssyni verksmiðjustjóra, fósturföður sínum á Dalvík.
Hún nam í Húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði.
Sigrún saumaði, málaði myndir og orti ljóð.
Þau Stefán giftu sig 1952, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Dalvík.
Stefán lést 2004 og Sigrún 2007.

I. Maður Sigrúnar, (20. desember 1952), var Jón Stefán Stefánsson frá Miðgörðum í Grenivík, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. október 1927, d. 15. maí 2004. Foreldrar hans voru Stefán Stefánsson, f. 18. desember 1901, d. 24. mars 1993, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Hóli í Grýtubakkahreppi, húsfreyja, f. 17. maí 1901, d. 11. september 1984.
Börn þeirra:
1. Stefán Stefánsson deildarstjóri, f. 8. janúar 1953. Kona hans Hulda Ólafsdóttir.
2. Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir leikskólastarfsmaður, f. 7. júlí 1955. Maður hennar Einar Emilsson.
3. Davíð Stefánsson sjómaður, f. 25. desember 1957. Kona hans Vilborg Björgvinsdóttir.
4. Anna Lísa Stefánsdóttir sundlaugarvörður, f. 2. júní 1964. Maður hennar Magnús Jónasson.
5. Sigrún Stefánsdóttir sölu- og þjónustufulltrúi, bæjarfulltrúi, f. 14. mars 1967. Maður hennar Sveinn Guðmundsson.
6. Jón Geir Stefánsson, f. 20. júní 1970, d. 17. maí 1987 af slysförum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.