Hilbert Jón Björnsson
Hilbert Jón Björnsson frá Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, sjómaður, bátsmaður, hafnarstarfsmaður, umsjónarmaður fæddist þar 10. mars 1914 og lést 19. nóvember 1974.
Foreldrar hans voru Björn Bjarnason frá Eystri-Tungu í Landbroti, V.-Skaft., verkstjóri, f. þar 20. júní 1884, d. 8. apríl 1957, og kona hans Þorbjörg Ásgrímsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja í Langa-Hvammi og víðar, f. 20. september 1895, d. 14. desember 1964.
Börn Þorbjargar og Björns:
1. Laufey Kjartanía Björnsdóttir, f. 20. september 1911 í Reykjavík, d. 2. janúar 1999.
2. Hilbert Jón Björnsson verkamaður, sjómaður, bátsmaður, hafnarstarfsmaður, umsjónarmaður, f. 10. mars 1914 í Hvammi, d. 19. nóvember 1974.
3. Bjarni Kristinn Björnsson verkstjóri í Reykjavík, f. 14. febrúar 1917 í Hvammi, d. 26. mars 1992.
4. Ásgrímur Stefán Björnsson skipstjóri, erindreki Slysavarnafélagsins í Reykjavík, f. 14. desember 1922, d. 13. febrúar 1995.
5. Björn Kári Björnsson sjómaður, smiður, f. 27. júlí 1927, d. 2. apríl 1997.
6. Sigurður Guðni Björnsson vélvirki, bankastarfsmaður, f. 3. maí 1936, d. 22. júlí 2007.
Hilbert Jón var með foreldrum sínum í Eyjum, fylgdi þeim til Reykjavíkur 1917, var með þeim í Viðey þar sem faðir hans var verkstjóri hjá Kárafélaginu um skeið.
Hilbert Jón varð sjómaður, var lengi bátsmaður á m.s. Esju, var m.a. í Petsamóför hennar 1940, starfaði hjá Skipaútgerðinni til 1955, en síðan við Reykjavíkurhöfn, var umsjónarmaður.
Þau Ásta giftu sig 1938, eignuðust tvö börn og Ásta átti eitt barn frá fyrra sambandi. Þau bjuggu í Reykjavík, síðast í Hraunbæ 108.
Hilbert Jón lést 1974.
Ásta dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Reykjavík. Hún lést 1996.
I. Kona Hilberts Jóns, (17. desember 1938), var Ásta Þorkelsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, netagerðarkona, f. 27. desember 1908 í Reykjavík, d. 7. nóvember 1996 á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þorkell Guðmundsson sjómaður, bátasmiður, kalfaktari (hampþéttari), f. 19. ágúst 1875 á Sólmundarhöfða í Ytri-Akraneshreppi, d. 7. mars 1928, og kona hans Signý Guðmundsdóttir frá Leirulækjarseli í Álftaneshreppi, Mýr., f. 1. desember 1877, d. 13. nóvember 1918.
Börn þeirra:
1. Þorbjörg Hilbertsdóttir húsfreyja, skólaritari, f. 13. apríl 1939. Fyrrum maður hennar Guðmundur Davíðsson húsasmiður. Fyrrum maður Jóhannes Þórólfur Gylfi Guðmundsson leigubílstjóri.
2. Sævar Hilbertsson, BA-próf í ensku, kennari, f. 27. maí 1946.
Barn Ástu með Karli Gíslasyni bílstjóra:
3. Reynir Gísli Karlsson íþróttakennaari, íþróttafulltrúi ríkisins, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, f. 27. febrúar 1934. Kona hans Svanfríður María Guðjónsdóttir húsfreyja, kennari.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 15. nóvember 1996. Minning Ástu Þorkelsdóttur.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.