Guðjón Tómasson (Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. september 2006 kl. 10:07 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. september 2006 kl. 10:07 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Tómasson, Gerði, fæddist að Saurum í Staðarsveit þann 30. júlí 1897 og lést 10. desember 1979. Þegar Guðjón var 6 ára gamall fór hann til Guðlaugs Jónssonar í Gerði og ólst þar upp. Guðjón bjó einnig að Skólavegi 4

Guðjón hóf sjómennsku ungur á Halkion I en árið 1923 hóf hann formennsku á Ingólfi Arnarsyni og var hann með þann bát til ársins 1930. Eftir það var hann með ýmsa báta, meðal þeirra eru Víkingur, Hilmir, Birgir, Bjarni, Ingólfur II og Fylkir. Guðjón varð aflakóngur eina vertíð á Fylki.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Guðjón:

Guðjón afla gerir ná
góðum stundu hverja.
Burinn Tomma Birgir má
bylgjum tíðum verja.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.