Hellisey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2005 kl. 14:59 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2005 kl. 14:59 eftir Smari (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hellisey liggur 3 km sunnan við Brand og eru eyjarnar tvær líkar að lögun og stærð. Eyjan snýr þverhníptum hömrum sínum í vestur, norður og austur og er mesta hæð um 105 metrar. Veiðkofi Helliseyinga var endurgerður 1968 og er staðsettur norðan megin á eyjunni. Vegna mikils ha lla í brekkum er lundabyggð mjög þétt í eyjunni og sumstaðar kemur það niður á gróðurlendi. Gróður hefur einnig orðið fyrir tjóni vegna stækkandi varplands súlu. Hellisey er á náttúruminjaskrá. Súluveiði, lundaveiði og eggjataka er stunduð í Hellisey og sauðfé haft á beit.