Magnús Jóhannesson (Sjónarhól)
Magnús Jóhannesson fæddist í Mýrdal 17. mars 1896 og lést 10. júlí 1987. Árið 1918 fór Magnús til Vestmannaeyja og var sjómaður á Óskari II hjá Gísla Magnússyni. Magnús bjó á Sjónarhóli við Sjómannasund.
Árið 1926 byrjar hann formennsku á Garðari I. Eftir það var Magnús formaður á ýmsum frægum bátum, Lunda I, Þrasa, Þristi, Óðni og Braga.
Hann lét af sjómennsku árið 1950 og hóf þá störf við Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. 5 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.