Garðar Sigurjónsson (veitustjóri)
Garðar Sigurjónsson frá Borg við Heimagötu 3, raftæknifræðingur, rafveitustjóri, veitustjóri fæddist þar 22. október 1918 og lést 3. júni 2007 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurjón Högnason verslunarstjóri, f. 7. júlí 1891 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 21. mars 1958, og kona hans Kristín Þórðardóttir húsfreyja, leikkona, f. 29. febrúar 1888 í Ámundakoti í Fljótshlíð, d. 14. mars 1948.
Börn Kristínar og Sigurjóns:
1. Garðar Sigurjónsson veitustjóri, f. 22. október 1918, d. 3. júní 2007.
2. Högni Jóhann Sigurjónsson, f. 27. mars 1923, d. 13. desember 1927.
3. Högni Jóhann Sigurjónsson nemi í byggingalist, f. 23. júní 1929, d. 26. apríl 1956.
Garðar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk annars bekkjar prófi í Gagnfræðaskólanum 1933, var utanskóla í Reykholti í Borgarfirði 1933-1934. Garðar nam rafvirkjun í Kaupmannahöfn frá 1937 og síðan nam hann við Tækniskólann í Kaupmannahöfn-Electro Teknicum og útskrifaðist 1945.
Garðar vann rafvirkjastörf hjá Haraldi Eiríkssyni 1935-1937, vann hjá Rafmagnseftirliti Ríkisins við virkjunarrannsóknir á Vestfjörðum um hálfs árs skeið eftir heimkomuna frá Danmörku.
Hann hóf störf hjá Rafveitu Vestmannaeyja 1946 og vann að uppbyggingu riðstraumsveitu, sem eyðilagðist í Gosinu 1973. Stóð Garðar að uppbyggingu nýrrar veitu eftir Gosið. Hann varð tæknilegur framkvæmdastjóri Fjarhitunar og breyttist þá starfsheiti hans úr rafveitustjóra í veitustjóra.
Garðar hætti störfum 1986.
Þau Ásta Jóhanna giftu sig 1949, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Borg, síðast á Dverghamri 11.
Ásta Jóhanna lést 2006 og Garðar 2007.
I. Kona Garðars, (10. desember 1949), var Ásta Jóhanna Kristinsdóttir frá Eystri-Löndum, húsfreyja, f. 8. ágúst 1916, d. 29. október 2006.
Börn þeirra:
1. Þórir Garðarsson, f. 14. nóvember 1950. Kona hans Þórunn Einarsdóttir.
2. Kristín Garðarsdóttir, f. 2. júní 1953.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 9. júní 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.