Guðjón Ólafsson (Stóra-Hofi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. janúar 2022 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. janúar 2022 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|262x262dp|''Guðjón Ólafsson. '''Guðjón Ólafsson''' bóndi á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, Árn. fæddist 1. ágúst 1903 á Barkarstöðum í Fljótshlíð og lést 24. desember 1985 á Borgarspítalanum.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Þorleifsson vinnumaður, f. 22. mars 1877, d. 3. ágúst 1947, og kona hans Hreiðarsína Hreiðarsdóttir vinnukona, f. 23. október 1879, d. 13. janúar 1983. Bróðir H...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Ólafsson.

Guðjón Ólafsson bóndi á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, Árn. fæddist 1. ágúst 1903 á Barkarstöðum í Fljótshlíð og lést 24. desember 1985 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hans voru Ólafur Þorleifsson vinnumaður, f. 22. mars 1877, d. 3. ágúst 1947, og kona hans Hreiðarsína Hreiðarsdóttir vinnukona, f. 23. október 1879, d. 13. janúar 1983.

Bróðir Hreiðarsínu var Gottskálk Hreiðarsson bóndi á Vatnshól í A.-Landeyjum, síðar sjómaður í Hraungerði, f. 5. nóvember 1867, d. 22. maí 1936.

Guðjón var sendur í fóstur til Gottskálks móðurbróður síns á Vatnshól í A.-Landeyjum vikugamall. Fósturmóðir hans þar Sigurbjörg Sigurðardótttir lést 1910.
Gottskálk flutti til Eyja 1912 með fjölskyldu sína og þeim fylgdi Guðjón. Hann var með Gottskálki og Ingibjörgu Jónsdóttur síðari konu hans í Hraungerði, stundaði smíðar og sjóróðra með fóstra sínum og var um skeið í Steinum u. Eyjafjöllum og kynntist þar framförum í landbúnaði. 16 ára fór hann til Reykjavíkur og bjó hjá foreldrum sínum á Grettisgötu 61. Hann hóf skósmíðanám, en hætti því eftir 3 mánuði. Hann fór til sjós 1922 og var aðstoðarmatsveinn á togaranum Agli Skallagrímssyni um skeið.
Guðjón réðst að Grafarholti í Mosfellssveit og var þar vinnumaður. Þar kynntust þau Björg Árnadóttir. Þau komust að Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, byggðu þar upp bæinn. Guðjón stundaði vetrarvertíðir um skeið með búskapnum.
Þau Björg giftu sig 1928, eignuðust fimm börn og ólu upp fósturbarn.
Guðjón lést 1985 og Björg 1988.

I. Kona Guðjóns, (12. maí 1928), var Björg Árnadóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1906 að Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá í N.-Múl. , d. 29. september 1988. Foreldrar hennar voru Árni Ísaksson bóndi víða, en þá á Hólalandshjáleigu í Borgarfirði eystra, f. 16. júní 1867, d. 26. nóvember 1945, og kona hans Guðný María Jóhannesdóttir, f. 19. ágúst 1868, d. 1. apríl 1938.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Ólöf Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1930, d. 22. desember 2000. Fyrri maður hennar Micael Franzis, látinn. Maður hennar Jósep Matthíasson.
2. Hreiðar Ólafur Guðjónsson húsasmiður, f. 8. maí 1933.
3. Guðmar Guðjónsson bóndi á Stóra-Hofi, f. 3. júní 1937, d. 4. júlí 2017. Fyrrum kona hans Kolbrún Jenný Sigurjónsdóttir.
4. Árni Björn Guðjónsson húsgagnasmiður, f. 6. apríl 1939.
5. Sólrún Guðjónsdóttir skrifstofumaður, meðhjálpari á Selfossi, f. 5. mars 1945. Maður hennar Sighvatur Eiríksson.
Fósturbarn hjónanna
6. Hreiðar Bergur Hreiðarsson leigubifreiðastjóri, f. 30. október 1946.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.