Ruth Sigurgeirsdóttir (Berjanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. desember 2021 kl. 11:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. desember 2021 kl. 11:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ruth Sigurgeirsdóttir (Berjanesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Ruth Halla Sigurgeirsdóttir.

Ruth Halla Sigurgeirsdóttir frá Berjanesi, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist þar 27. janúar 1946 og lést 1. ágúst 2007.
Foreldrar hennar voru Sigurgeir Ólafsson (Siggi Vídó) sjómaður, skipstjóri, hafnarstjóri, forseti bæjarstjórnar, f. 21. júní 1925, d. 2. ágúst 2000, og unnusta hans Elísa Guðlaug Jónsdóttir frá Berjanesi, f. 17. september 1925, d. 30. janúar 2018.

Ruth var með foreldrum sínum skamma stund, en þau skildu samvistir. Hún flutti með móður sinni til Reykjavíkur 1948 og dvaldi þar síðan og gekk Jón maður Elísu henni í föðurstað.
Ruth var skrifstofumaður hjá Lífeyrissjóði málm- og skipasmiða frá 1971 og síðan áfram hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum til 2007.
Hún gekk til liðs við Oddfellow-regluna árið 1978 í Rebekku stúku nr. 1, Bergþóru, og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum.
Þau Ólafur giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn.
Ruth Halla lést 2007.

I. Maður hennar, (14. nóvember 1964), er Ólafur Axelsson húsasmíðameistari, f. 6. júlí 1944. Foreldrar hans Axel Helgason módelsmiður, trésmiður í Reykjavík, f. 23. september 1909, d. 13. apríl 2001, og kona hans Ragnheiður Arnórsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1921, d. 25. desember 1992.
Börn þeirra:
1. Jón Axel Ólafsson, f. 27. september 1963. Sambúðarkona Gróa Ásgeirsdóttir.
2. Ólafur Ragnar Ólafsson Skorrdal, f. 14. ágúst 1970, d. 31. desember 2016.
3. Jóhann Garðar Vídó Ólafsson, f. 21. apríl 1977. Fyrrum kona hans Hulda Dögg Proppé.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.