Jónatan Aðalsteinsson (stýrimaður)
Jónatan Gísli Aðalsteinsson frá Siglufirði, sjómaður, stýrimaður, umsjónarmaður fæddist þar 19. júlí 1931 og lést 4. desember 1991 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Aðalsteinn Jónatansson sjómaður, vélstjóri, f. 20. maí 1900, d. 25. nóvember 1960, og kona hans Sigríður María Gísladóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1897, d. 17. mars 1986.
Jónatan var með foreldrum sínum í æsku.
Hann tók hið minna fiskimannapróf í Stýrimannaskólanum í Eyjum1962.
Jónatan hóf ungur sjósókn, leitaði til Eyja 1950, vann í Fiskimjölsverksmiðjunni um skeið, var á Kára VE, en síðan á Stíganda VE og var stýrimaður þar til 1968.
Þá varð hann umsjónarmaður Sjóveitunnar.
Á gostímanum 1973 bjuggu hjónin í Kópavogi. Hann vann hjá Viðlagasjóði, síðar hjá Álverinu í Straumsvík. Hann sneri til Eyja 1974 og reri á Glófaxa VE, en frá 1980 var hann á Herjólfi til 1991, er hann hætti þar vegna veikinda. Hann vann þó um hríð hjá Eyjabergi.
Jónatan var formaður Sjómannafélagsins Jötuns og gegndi því starfi 1968-1975. Hann sat í stjórn Sjómannasambands Íslands og var fulltrúi þess og síns félags við kjarasamninga í mörg ár.
Þau Anna giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Heimagötu 20, byggðu við Brimhólabraut 37 og bjuggu þar.
Jónatan lést 1991 og Anna 2010.
Kona Jónatans Gísla, (6. júní 1953, á Sjómannadaginn), var Anna Sigurlásdóttir frá Reynistað, húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 18. janúar 1933, d. 2. janúar 2010.
Börn þeirra:
1. Sigþóra Jónatansdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1953. Sambúðarmaður Gísli Sigurður Eiríksson.
2. Aðalsteinn Jónatansson býr í Bandaríkjunum, f. 1. nóvember 1958. Kona hans Þóra Björg Thoroddsen.
3. Þór Vilhelm Jónatansson tölvunarfræðingur, f. 3. október 1973. Kona hans Eva Hrönn Guðnadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 9. janúar 2010. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.