Guðmundur Sveinbjörnsson (Hólagötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. júlí 2021 kl. 14:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. júlí 2021 kl. 14:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðmundur Sveinbjörnsson''' hótelstarfsmaður fæddist 21. desember 1953 og lést 26. júlí 1991.<br> Kjörforeldrar hans voru Sveinbjörn Guðmundsson (útgerðarmaður)|Sve...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Sveinbjörnsson hótelstarfsmaður fæddist 21. desember 1953 og lést 26. júlí 1991.
Kjörforeldrar hans voru Sveinbjörn Guðmundsson frá Öxl í Sveinsstaðahreppi, A.Hún., sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 28. júní 1921, d. 5. júlí 1998, og kona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Flatey á Skjálfanda, f. 13. nóvember 1919 á Víðivöllum í Fnjóskadal, d. 23. apríl 2004.
Kynforeldrar hans voru Jón Ólafsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 14. febrúar 1929, d. 17. maí 1997, og barnsmóðir hans María Kristjámsdóttir frá Flatey á Skjálfanda, starfskona á Sjúkrahúsinu, matráðskona. f. í Flatey 25. október 1931.

Guðmundur var með kjörforeldrum sínum.
Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri .
Guðmundur bjó um skeið í Danmörku og Bandaríkjunum, vann síðar hjá Flugleiðum, vann við gestamóttöku á Hótel Esju í 12 ár, en þá veiktist hann og lést 1991.
Hann var einn af stofnendum Samtakanna 78.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 1. ágúst 1991. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.