Ófeigur Hallgrímsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. maí 2021 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. maí 2021 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ófeigur Hallgrímsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson.

Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson frá Heklu við Hásteinsveg 16, húsasmíðameistari fæddist 6. desember 1965 og lést 27. mars 2009 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Óskarsson húsa- og húsgagnasmíðameistari, f. 7. júlí 1943, og kona hans Sólrún Sædís Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1944.

Börn Sólrúnar Sædísar og Hallgríms:
1. Óðinn Þór Hallgrímsson sjómaður í Reykjavík og á Akranesi, f. 8. janúar 1964. Kona hans Helga Sigurðardóttir.
2. Fanney Ósk Hallgrímsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 13. janúar 1965. Maður hennar Guðbjörn Guðmundsson.
3. Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson húsasmíðameistari í Eyjum, f. 6. desember 1965, d. 27. mars 2009. Fyrrum kona hans Ásdís Sveinjónsdóttir. Sambúðarkona hans Hafdís Óskarsdóttir.
4. Ægir Óskar Hallgrímsson leigubílstjóri í Reykjavík, f. 11. júní 1967. Kona hans Berglind Magnúsdóttir.

Ófeigur var með foreldrum sínum.
Hann lærði húsasmíðar og fékk meistararéttindi.
Ófeigur vann á Trésmíðaverkstæði Erlendar Péturssonar og var húsvörður í Grunnskóla Vestmannaeyja í mörg ár, bæði í Barnaskólanum og í Hamarsskólanum. Síðast vann hann í Miðstöðinni. Hann var plötusnúður í aukastarfi.
Fyrri kona Ófeigs var Ásdís Sveinjónsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn.
Sambúðarkona Ófeigs var Hafdís Óskarsdóttir.
Þau voru barnlaus saman. Þau bjuggu á Hólagötu 9. Sigurbjörn Ófeigur lést 2009.

I. Kona Ófeigs, skildu, er Ásdís Sveinjónsdóttir húsfreyja, veitingastjóri, f. 27. ágúst 1967. Foreldrar hennar Sveinjón Björnsson, f. 14. október 1943, d. 27. júlí 2016 og Hrefna Sesselja Pétursdóttir, f. 2. október 1943.
Börn þeirra:
1. Eiður Aron Ófeigsson knattspyrnumaður, málari, f. 26. febrúar 1990. Kona hans Guðný Ómarsdóttir.
2. Theodór Ófeigsson handknattleiksmaður, starfsmaður Eyjablikks, f. 21. október 1992. Kona hans Linda Ómarsdóttir.
3. Marteinn Ófeigsson starfsmaður Byko, f. 18. desember 1995, ókvæntur.

II. Sambúðarkona Ófeigs er Hafdís Óskarsdóttir frá Hrafnabjörgum, f. 15. nóvember 1963.
Þau voru barnlaus saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.