Jón Pétursson (bifreiðastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. nóvember 2020 kl. 14:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. nóvember 2020 kl. 14:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jón Pétursson. '''Jón Pétursson''' verkamaður, bifreiðastjóri fæddist 8. júní 1912 á Akureyri og lést 5. nóvember 2001.<br> F...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Pétursson.

Jón Pétursson verkamaður, bifreiðastjóri fæddist 8. júní 1912 á Akureyri og lést 5. nóvember 2001.
Foreldrar hans voru Pétur Jónatansson frá Lóni í Viðvíkursveit í Skagafirði, pakkhúsmaður, sjómaður, netagerðarmaður á Akureyri, f. 5. júní 1886 á Lóni, d. 11. mars 1940, og kona hans Jóhanna Sólveig Benediktsdóttir húsfreyja,verkakona, f. 20. september 1889 við Lækjargötu á Akureyri, d. 29 maí 1973.

Systir Jóns var
1. Margrét Kristín Pétursdóttir húsfreyja á Sólvöllum við Kirkjuveg 27, kona Einars Guttormssonar læknis.

Jón ólst upp frá níu ára aldri á Skorrastað í Norðfirði hjá Sólveigu Benediktsdóttur móðursystur sinni og manni hennar Guðjóni Ármann.
Hann varð síðar verkamaður og bifreiðastjóri í Eyjum og leigubifreiðastjóri í Reykjavík.
Þau Berta giftu sig 1942, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Vestra-Þorlaugargerði, en skildu.
Jón flutti til Reykjavíkur, stundaði leigubílaakstur hjá BSR.
Hann giftist Guðrúnu Ástu 1960. Þau eignuðust eitt barn saman, en Guðrún Ásta átti þrjú börn áður. Guðrún Ásta lést 1998 og Jón 2001.

I. Barnsmóðir Jóns var Sigurlaug Jónsdóttir, f. 26. febrúar 1912, d. 14. október 1996.
Barn þeirra:
1. Matthildur Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1933. Maður hennar Halldór Pálsson.
Jón var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (15. febrúar 1942, skildu), var Arnrós Berta Valdimarsdóttir frá Sigtúni, húsfreyja, f. 25. ágúst 1921 í Vallanesi, d. 7. júlí 1972.
Barn þeirra:
2. Pétur Jónsson rafvélavirki, f. 16. júlí 1943 í Sigtúni. Kona hans Edda Þorvaldsdóttir.

II. Síðari kona Jóns, (1960), var Guðrún Ásta Sigurðardóttir skrifstofumaður, f. 27. ágúst 1921 í Reykjavík, d. 28. janúar 1998 á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Foreldrar hennar voru Sigurður Runólfsson vélstjóri, ættaður af Kjalarnesi, f. 22. október 1879, d. 25. júlí 1924, og kona hans Sigurrós Benjamínsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1881 að Ási á Héraði, d. 2. janúar 1958.
Börn þeirra:
3. Sigurður Jónsson verkamaður, f. 26. júlí 1961. Sambúðakona hans Oddný Halla Hauksdóttir.
4. Andvana stúlka, f. 1963.

Börn Guðrúnar Ástu og fósturbörn Jóns Péturssonar:
5. Hafþór Edmond Byrd skósmiður, f. 15. nóvember 1943. Kona hans Sigrún Halldórsdóttir.
6. Sigurrós Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1948. Maður hennar Gísli Sigurðsson.
7. Ásta Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1951.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 8. febrúar 1998. Minning Guðrúnar Ástu.
  • Morgunblaðið 13. nóvember 2001. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.