Þórey Sigurðardóttir (Seljalandi)
Þórey Kristín Ólína Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 1. desember 1909 á Lambeyri við Tálknafjörð og lést 16. maí 1968 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þorsteinsson verkamaður, fyrrum verslunarþjónn hjá P. J. Thorsteinsson á Bíldudal, f. 8. september 1883 í Fossgerði í Eiðasókn á Héraði, d. 3. júní 1951, og kona hans Þuríður Ólafía Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1885 á Reykhólum í A.-Barð., d. 8. ágúst 1919.
Þórey var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík 1910.
Þau Sigurður tóku kjörbarn, fluttust til Eyja og bjuggu á Seljalandi við Hásteinsveg 10 1949.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu í Höfðaborg 21.
Þórey lést 1968 í Reykjavík. Sigurður Hafsteinn flutti til Eyja og lést 1975.
I. Sambúðarmaður Þóreyjar var Sigurður Hafsteinn Hreinsson frá Stokkseyri, sjómaður, f. 26. júlí 1913, d. 24. febrúar 1975.
Barn þeirra (kjörbarn):
1. Hafsteinn Már Sigurðsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. maí 1940 í Reykjavík, d. 30. mars 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Ættingjar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.