Lauritz Edvard Sveinbjörnsson Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. október 2020 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. október 2020 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|100px|''Lauritz Edvard Sveinbjörnsson Magnússon. '''Lauritz Edvard Sveinbjörnsson Magnússon''' frá Godthaab,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Lauritz Edvard Sveinbjörnsson Magnússon.

Lauritz Edvard Sveinbjörnsson Magnússon frá Godthaab, sjúklingur fæddist þar 5. apríl 1898 og lést 23. nóvember 1959 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Kirstín Sylvía Lárusdóttir Sveinbjörnsson frá Húsavík, S.-Þing., húsfreyja, f. þar 13. nóvember 1869, d. 10. apríl 1898 í Eyjum, og maður hennar Magnús Jónsson sýslumaður, f. 27. desember 1865 á Laugabóli í Nauteyrarhreppi, N.-Ís., d. 27. desember 1947 í Reykjavík.
Fósturmóðir hans var Ásta Sigríður Sveinbjörnsson Einarson, f. 5. desember 1877, d. 27. mars 1959.

Móðir Lauritz lést fimm dögum eftir fæðingu hans.
Hann var fluttur til Reykjavíkur á fæðingarári sínu.
Lauritz var fatlaður sjúklingur lengst af ævi, var hjá móðurforeldrum sínum í Reykjavík, síðar fósturbarn hjá Ástu Sigríði móðursystur sinni að Túngötu 6 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.