Svana Sigurrós Sigurgrímsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. apríl 2020 kl. 15:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. apríl 2020 kl. 15:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Svana Sigurrós Sigurgrímsdóttir. '''Svana Sigurrós Sigurgrímsdóttir''' fæddist 2. september 1935 í Reykjavík og lést 17....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Svana Sigurrós Sigurgrímsdóttir.

Svana Sigurrós Sigurgrímsdóttir fæddist 2. september 1935 í Reykjavík og lést 17. nóvember 2004 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Sigurgrímur Árni Ólafsson netagerðarmeistari, síðar skrifstofumaður hjá Mjólkursamsölunni, f. 1. febrúar 1911, d. 19. maí 1969, og Lára Laufey Sigursteinsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1914, d. 18. maí 1991.

Systir Svönu var Aðalheiður Jóna Sigurgrímsdóttir húsfreyja, f. 3. júli 1940, d. 16. júlí 2004. Maður hennar Halldór Haraldsson .

Svana ólst upp í Reykjavík.
Þau Emil giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu að Hólagötu 31. Þau skildu og Svana bjó í Reykjavík 1959.
Hún giftist Ingimar 1959, eignaðist með honum þrjú börn. Þau skildu 1973.
Þau Örn Viðar giftu sig 1982. Þau bjuggu á Helgafellsbraut 27 og Hólagötu 12 í Eyjum, en um stund í Reykjavík.
Þau eignuðust ekki börn saman.
Svana lést 2004.

I. Maður Svönu Sigurrósar er Emil Arason, f. 23. apríl 1931.
Börn þeirra:
1. Daníel Emilsson, býr í Hafnarfirði, f. 29. desember 1953. Kona hans Elín Kristín Magnúsdóttir.
2. Lára Laufey Emilsdóttir, f. 8. júlí 1955. Maður hennar Viðar Guðmundsson.
3. Kristín Emilsdóttir, f. 4. janúar 1958.
4. Þorbjörg Emilsdóttir, f. 4. júní 1959. Hún varð kjörbarn Theodórs Snorra Ólafssonar og Margrétar Eirikku Sigurbjörnsdóttur.

II. Annar maður Svönu Sigurrósar, (1959), var Sigfried Ingimar Urban, f. 17. ágúst 1934, d. 9. ágúst 2001.
Börn þeirra:
5. Anna Sigríður Ingimarsdóttir, f. 20. ágúst 1960. Maður hennar Pétur Árnmarsson.
6. Sigurgrímur Árni Ingimarsson, f. 12. október 1964. Sambýliskona Jenný Gunnarsdóttir.
7. Esther Ingimarsdóttir, f. 23. mars 1967. Sambýlismaður Halldór Björgvinsson.

III. Þriðji maður Svönu Sigurrósar, (10. júlí 1982), er Örn Viðar Einarsson vörubifreiðastjóri, f. 23. desember 1936. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.