Ingólfur Guðjónsson (Skaftafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2006 kl. 09:47 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2006 kl. 09:47 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingólfur Guðjónsson fæddist í Vestmannaeyjum 15. júlí 1913 og ólst upp á Skaftafelli. Hann andaðist á heimili sínu 23. janúar 1999. Foreldrar hans voru Guðjón Hafliðason og Halldóra Þórólfsdóttir. Ingólfur átti tíu systkini og var hann elstur í þeim systkinahópi. Hin eru: Trausti, Guðbjörg, Auður, Haraldur, Rebekka, Elísabet, Óskar, Anna, Ester og Hafliði. Hinn 20. nóvember 1943 kvæntist Ingólfur Jóhönnu Hjartardóttur frá Saurum í Laxárdal, f. 24.8. 1911, d. 27.12. 1998. Ingólfur og Jóhanna eignuðust tvo syni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn. Hjörtur Ásgeir, f. 1945, 2) Jóhannes Esra, f. 1948, Jóhannes og Bára slitu samvistum. Ingólfur og Jóhanna bjuggu lengst af í Lukku í Vestmannaeyjum en fluttu til Reykjavíkur í gosinu 1973. Í Vestmannaeyjum vann Ingólfur í Lifrarsamlaginu, síðan sneri hann sér að hænsnabúskap og garðrækt. Er til Reykjavíkur kom vann hann sem baðvörður í Laugarnesskóla þar til hann hætti störfum vegna aldurs.