Viðar Elíasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2006 kl. 09:38 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2006 kl. 09:38 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Viðar Elíasson er fæddur 1. júlí 1956. Kona Viðars er Guðmunda Bjarnadóttir. Þau eiga fjögur börn, Bjarna Geir lækni, Sindra sjávarútvegsfræðing, Margréti Láru knattspyrnukonu og Elísu grunnskólanema. Þau búa á Strembugötu.

Viðar Elíasson

Viðar lék knattspyrnu með ÍBV um árabil, bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki.

Viðar og Guðmunda eiga og reka fiskvinnslufyrirtækið Fiskvinnsla VE og gera út bátinn Narfa. Viðar er auk þess formaður knattspyrnudeildar ÍBV.