Halldór Pálsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. nóvember 2019 kl. 20:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. nóvember 2019 kl. 20:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Halldór Pálsson (vélstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Halldór Pálsson vélstjóri, bifreiðastjóri, verkamaður fæddist 10. apríl 1939 á Siglufirði og lést 29. september 2014.
Foreldrar hans voru Páll Guðni Guðmundsson sjómaður , verkamaður á Siglufirði og Suðureyri við Súgandafjörð, f. 6. janúar 1912, d. 27. nóvember 1983, og Guðrún Bjarnadóttir á Siglufirði, síðar Tingvold í Danmörku, f. 28. september 1914, d. 14. febrúar 2008.

Halldór var lengi vélstjóri á Glófaxa VE 300, var bifreiðastjóri og síðar vann hann hjá Trausta Marinóssyni.
Þau Dóra Guðríður giftu sig 1962, eignuðust tvö börn, bjuggu á Sóleyjargötu 3 1967, en Brekkugötu 3 1972 og þar bjuggu þau síðan.
Dóra Guðríður lést 2004 og Halldór 2014.

I. Kona Halldórs, (3. febrúar 1962), var Dóra Guðríður Svavarsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1942 á Litlu-Grund, d. 3. febrúar 2004.
Börn þeirra:
1. Aðalheiður Halldórsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1957, d. 6. maí 2018. Sambúðarmaður Ævar Rafn Þórisson.
2. Hafþór Halldórsson sjómaður, vélfræðingur, f. 3. apríl 1967. Sambúðarkona hans Sigríður Vigdís Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.