Gísli Einarsson Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. nóvember 2019 kl. 15:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. nóvember 2019 kl. 15:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Einarsson Þorsteinsson frá Langa-Hvammi, bóndi, múrari fæddist þar 20. nóvember 1938.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason frá Akranesi, sjómaður, járnsmiður, f. þar 8. apríl 1914, d. 24. mars 1975, og sambýliskona hans Marta Sonja Magnúsdóttir frá Dvergasteini, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010 á Hrafnistu í Reykjavík.

Börn Mörtu Sonju og Þorsteins:
1. Oddgeir Magnús Þorsteinsson sjómaður, síðar verktaki í Reykjavík, f. 16. október 1936, d. 29. ágúst 2001. Hann var ókv. og barnlaus.
2. Gísli Einarsson Þorsteinsson bóndi á Vindási í Hvolhreppi 1968-85, múrari í Reykjavík og Kópavogi, f. 20. nóvember 1938. Fyrrum kona hans Ingibjörg Sæmundsdóttir. Sambýliskona Malee Suwannatha.
3. Erling Þór Þorsteinsson múrari, f. 2. nóvember 1940, d. 4. nóvember 2018. Fyrrum kona Jóhanna Þorbjörg Sigurðardóttir. Síðari kona var Ragnheiður K. Tómasdóttir, látin.
4. Stúlka, f. 1942, d. sama ár.
5. Þorsteinn Þorsteinsson vélvirki, verkamaður í Svíþjóð, f. 24. júní 1944, ókv.
6. Halldór Þorsteinsson sjómaður í Höfnum, verkamaður, múrari og verktaki í Reykjavík, rekur fyrirtækið Lóðaþjónustan og vinnur við lóðafrágang, f. 5. mars 1946 í Reykjavík. Fyrrum sambýliskona Sigrún Dúna Karlsdóttir. Kona hans Anna Lillían Björgvinsdóttir.
7. Sonja Þorsteinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, verkakona, sjálfstæður atvinnurekandi á Höfn í Hornafirði og í Reykjavík, f. 22. maí 1947. Maki Sigurvin Ármannsson.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku, í Langa-Hvammi og Götu og fylgdi þeim til Reykjavíkur 1943.
Hann var bóndi á Vindási í Hvolhreppi, Rang. 1968-1985, múrari í Reykjavík og Kópavogi.
Þau Ingibjörg giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn.

I. Kona hans, (1. október 1960, skildu), var Ingibjörg Sæmundsdóttir frá Heylæk í Fljótshlíð, húsfreyja, síðar í Þorlákshöfn, f. 2. júlí 1941, d. 13. desember 2018. Foreldrar hennar voru Sæmundur Úlfarsson bóndi í Fljótsdal og Heylæk, f. 27. ágúst 1905, d. 16. febrúar 1982, og Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1915, d. 24. júní 2007.
Börn þeirra:
1. Úlfar Gíslason iðnaðarmaður í Reykjavík, f. 16. janúar 1960 á Heylæk. Barnsmóðir Guðrún Hrönn Stefánsdóttir húsfreyja í Þorlákshöfn.
2. Marta Sonja Gísladóttir bóndi á Heiði í Biskupstungum, f. 28. ágúst 1961 á Heylæk. Barnsfaðir hennar Marinó Bjarnason. Maður hennar Brynjar Sigurgeir Sigurðsson.
3. Þorsteinn Gíslason múrari, f. 18. nóvember 1962, síðast í Svíþjóð, d. 1. nóvember 2002. Fyrrum sambýliskona Hrefna Kristjánsdóttir. Fyrrum sambýliskona Kristín Björk Jónsdóttir. Kona hans Susanne Anne Marie Gíslason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.