Margrét Jósepsdóttir (Búðarhóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. nóvember 2019 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. nóvember 2019 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Jósepsdóttir (Búðarhóli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Sigurjón Einarsson og Margrét Fríða Jósepsdóttir.

Margrét Fríða Jósepsdóttir frá Sveðjustöðum í Miðfirði, húsfreyja á Búðarhóli í A-Landeyjum fæddist 23. nóvember 1904 og lést 10. október 1978.
Foreldrar hennar voru Jósep Gunnlaugsson bóndi í Núpsseli í Miðfirði, f. 21. ágúst 1852, d. 19. mars 1929, og kona hans Kristín Hansdóttir húsfreyja, f. 9. mars 1869, d. 26. júní 1961.

Margrét var barn hjá ættingjum sínum á Sveðjustöðum í Miðfirði 1910, stödd á Kollafossi í Fremra-Torfustaðahreppi 1920, var lausakona í Reykjavík 1930.
Þau Sigurjón hófu búskap á Vesturbæ Búðarhóls í A-Landeyjum 1931 og bjuggu þar til 1946, en síðan á allri jörðinni til 1952. Þá fluttu þau til Eyja. Þau giftu sig 1947, eignuðust sex börn, en misstu tvö þeirra nýfædd.
Sigurjón og Margrét Fríða fluttust til Eyja 1952. Sigurjón var verkamaður hjá Ísfélaginu. Þau bjuggu á Sólheimum, Njarðarstíg 15 við Gos 1973.
Margrét Fríða lést 1978 og Sigurjón 1987.

I. Maður Margrétar Fríðu, (15. mars 1947), var Sigurjón Einarsson frá Krossi í A-Landeyjum, bóndi á Búðarhóli, síðar í Eyjum, f. 7. apríl 1894, d. 19. október 1987.
Börn þeirra:
1. Einar Birgir Sigurjónsson lögregluþjónn, f. 5. maí 1933. Kona hans Sigríður Sigurðardóttir.
2. Sonur, f. 1. mars 1934, d. 4. mars 1934.
3. Friðrik Sigurjónsson, f. 1. mars 1934, d. 5. mars 1934.
4. Valgerður Kristín Sigurjónsdóttir húsfreyja á Bakka, f. 31. desember 1934.
5. Eiríkur Ingvi Sigurjónsson bifreiðastjóri í Keflavík, f. 17. ágúst 1937, d. 2. október 1978. Kona hans Sigrún Karlsdóttir.
6. Heiðrún Gréta Sigurjónsdóttir húsfreyja á Bakkafirði, f. 23. desember 1941. Fyrri maður Sigurður Einarsson. Sambýlismaður Guðmundur Vagnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is
  • Íbúaskrá.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.