Pétur Þorbjörnsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. nóvember 2019 kl. 17:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. nóvember 2019 kl. 17:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Pétur Þorbjörn Þorbjörnsson. '''Pétur Þorbjörn Þorbjörnsson''' í Laugardal, togaraskipstjóri í Reykjaví...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Pétur Þorbjörn Þorbjörnsson.

Pétur Þorbjörn Þorbjörnsson í Laugardal, togaraskipstjóri í Reykjavík, síðar uppboðshaldari hjá Faxamarkaðnum fæddist 25. október 1922 í Reykjavík og lést d. 8. júní 2006.
Foreldrar hans voru Þorbjörn Pétursson sjómaður, vélstjóri frá Álftanesi, f. 1. september 1892, d. 21. maí 1965, og kona hans Arndís Benediktsdóttir frá Vallá á Kjalarnesi, húsfreyja, f. 14. október 1900, d. 16. febrúar 1969.

Pétur var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Lokastíg 28 í Reykjavík 1930.
Hann tók próf í Fiskimannadeild Stýrimannaskólans 1947.
Pétur hóf sjómennsku 14 ára á línuveiðurunum Sigríði og Rifsnesi, var stýrimaður á ms. Birni Jónssyni, en frá 1949 á togurunum Fylki og Ingólfi Arnarsyni, lengst bátsmaður á Ingólfi. Frá 1956-1959 var hann 1. stýrimaður á bv. Pétri Halldórssyni, en frá 1959 var hann skipstjóri á sama skipi og b. Þorkeli mána til 1970. Frá 1971 var Pétur skipstjóri og togskipinu Freyju og síðar á bv. Hjörleifi.
Pétur varð uppboðshaldari hjá Faxamarkaðnum í Reykjavík og vann þar til loka vegna aldurs.
Þau Sigríður giftu sig 1946, eignuðust fjögur börn, tvö í Eyjum og tvö í Hafnarfirði.

I. Kona Péturs, (27. júní 1946), var Sigríður Eyjólfsdóttir frá Laugardal, húsfreyja, f. 16. desember 1922, d. 25. október 1994.
Börn þeirra:
1. Ágústa Pétursdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1943 í Laugardal. Hún ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í Laugardal. Maður hennar Sigurður Helgason.
2. Eyjólfur Þorbjörn Pétursson skipstjóri, f. 4. nóvember 1946 í Laugardal. Kona hans Ingveldur Gísladóttir.
3. Líney Björg Pétursdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1948. Maður hennar Kristinn Sigmarsson.
4. Pétur Örn Pétursson vélvirki, f. 30. janúar 1951. Kona hans Ólöf K. Guðbjartsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.