Guðfinna Óskarsdóttir (sjúkraliði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 15:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 15:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðfinna Óskarsdóttir (sjúkraliði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðfinna Óskarsdóttir.

Guðfinna Óskarsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, sjúkraliði fæddist 18. desember 1946 á Suðurgötu 68 þar og lést 20. maí 2009.
Foreldrar hennar voru Óskar Rósant Sveinsson frá Reykjavík, sjómaður, verkamaður, f. 24. október 1903, d. 14. desember 1983, og kona hans Elín Jónasdóttir frá Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 16. maí 1908, d. 14. febrúar 2013.

Guðfinna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur á Siglufirði 1963, nam við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði 1964-1965, stundaði sjúkraliðanám á Akureyri og lauk því 1969.
Hún vann fiskvinnslu- verslunar- og skrifstofustörf á Siglufirði á yngri árum.
Eftir sjúkraliðanám fluttist hún til Reykjavíkur og vann á Borgarspítalanum uns hún fluttist til Eyja 1971. Þar starfaði hún á Sjúkrahúsinu um árabil.
Þau Magnús Þór giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau keyptu húsið við Grænuhlíð og bjuggu þar til Goss. Þau bjuggu í Reykjavík í rúmt eitt ár, en fluttu þá til Eyja og byggðu hús við Höfðaveg 28 og bjuggu þar.
Guðfinna lést 2009 og Magnús Þór 2019.

I. Maður Guðfinnu, (20. maí 1972), var Magnús Þór Jónasson frá Grundarbrekku, framkvæmdastjóri, kaupmaður, f. 4. maí 1947, d. 24. apríl 2019.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Magnússon vélvirki á Bílaverkstæði Muggs í Eyjum, býr á Grundarbrekku, f. 18. maí 1974, ókvæntur.
2. Elín Ósk Magnúsdóttir starfsmaður hjá dvalarheimilinu Hraunbúðum, býr á Foldahrauni 37f, f. 23. september 1975, ógift.
3. Sævar Þór Magnússon, Dúfnahólum 2 í Reykjavík, flutningabílstjóri hjá Samskipum, f. 31. júlí 1984, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.