Margrét Ólafsdóttir (Borg)
Gíslína Margrét Ólafsdóttir frá Eyrarbakka, ættuð úr V-Skaft., húsfreyja á Borg fæddist 22. ágúst 1911 á Litla-Hrauni á Eyrarbakka og lést 22. ágúst 1992 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurðsson frá Eintúnahálsi í V-Skaft, söðlasmiður á Eyrarbakka, f. 1. nóvember 1868, d. 6. apríl 1951 á Selfossi, og kona hans Þorbjörg Sigurðardóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 7. ágúst 1873, d. 18. febrúar 1940 á Selfossi.
Bróðir Margrétar var
1. Guðmundur Geir Ólafsson verslunarmaður, síðar kaupmaður á Selfossi, f. 22. ágúst 1911 á Litla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 21. mars 2006.
Margrét var með foreldrum sínum í æsku, átti heimili hjá foreldrum sínum á Stað á Eyrarbakka við
giftingu sína 1938.
Hún bjó síðan með Sigurbirni á Borg meðan þau dvöldu í Eyjum.
Þau eignuðust þrjú börn.
Þau fluttust úr Eyjum 1941, bjuggu í fyrstu á Seltjarnarnesi, en árið 1949 fluttu þau að Efstasundi 69, þar sem þau áttu heimili í 40 ár. Þau bjuggu síðast í Garðabæ.
Gíslína Margrét lést 1992 og Sigurbjörn 1997.
I. Maður Gíslínu Margrétar, (24. september 1938 í Eyjum), var Sigurbjörn Kárason frá Presthúsum, verslunarmaður, kaupmaður, f. 31. maí 1908, d. 21. apríl 1997.
Börn þeirra:
1. Valur Sigurbjörnsson sjúklingur, f. 24. desember 1938 á Heimagötu 3, d. 1. janúar 2016.
2. Þór Sigurbjörnsson flugstjóri hjá Flugleiðum, síðar skógarbóndi, f. 13. mars 1942. Barnsmóðir Ólöf Einarsdóttir. Kona hans Þuríður Björnsdóttir.
3. Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, auglýsingastjóri í Reykjavík, f. 24. október 1943. Fyrri maður hennar Magnús Tómasson. Síðari maður hennar Ottó Schopka.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergsætt.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.