Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1974/ Hringferð um Ísland sumarið 1972

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. maí 2019 kl. 14:59 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. maí 2019 kl. 14:59 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Hringferð um Ísland sumarið 1972


ÚR HRINGFERÐ

Við skoppuðum á skrítnum öldum.
sem skríða með hvítum földum
og hentumst hátt á loft.

Bátarnir busl' og sprikla
og báruna ljúfir stikla
og svífa sæinn létt.

Við hverfum í huldudali
og húrrumst í himnasali,
er seltan sviður oss.


SUMARIB 1972 sigldu fimm ungir menn úr Vestmannaeyjum all sérstæða hringferð um Iandið, sem vert er að minnast. Vegna leiðindatíðarfars og umhleypinga, svo og smæðar farkosta þeirra, má telja siglingu þeirra út af fyrir sig nokkurt afrek, sem vel var af sér vikið. Þátttakendur í þessari hringsiglingu voru; Guðjón Jónsson Látrum, Kristinn Ólafsson Litla-bæ, Marinó Sigursteinsson Faxastíg, Óli Krist-inn Tryggvason Grænuhlíð. Þeir sigldu á tveimur gúmmíbátum af franskri gerð, svo-nefndum Zodiac-bátum. Bátar þessir eru taldir sex manna för, en þegar þeir félag-ar höfðu hlaðið bátana, gáti þeir sig hvergi hrært í þeim. Bátarnir geta náð 27 til 33 sjó-mflna hraða tómir, í góðu veðri. En hlaðnir sigldu þeir félagar með 17 og 18 sjómílna ferð. Þeir garpar lögðu af stað frá Vestmannaeyj-um að kvöldi 14. júní í suðvestan brælu, 6 til 7 vindstigum. Var þar með hafin um 2000 sjó-mílna sigling í kringum landið, en þeir þræddu flestar víkur og firði. Hringlína um landið stytstu leið fyrir alla stærri flóa, er um 800 sjómílur. Ferðasögu þeirra félaga í léttum dúr ritaði Kristinn Ólafsson og birtust þættir hans í Morg-unblaðinu undir nafninu KRÓI. Hann ritar svo: „Meðalstór alda út Seyðisfjörð. Högg og pus og haldið sér. Þokan lá yfir okkur eins og grár köttur, tilbúinn að hremma mýsnar út við fjarð-armynnið. Svartaþoka þykk eins og vellingur.




Við urðum að sigla uppí landi og inná hverja krummavík cil þess að týna nú ekki landinu, sem við vorum að skælast kxingum. Óli Kristinn brá öðru hverju vegakortinu, sem við sigldum eftir og reyndi að átta sig ... Bátarnir hentust í hátt í loft og sigu niðrí djúpa dali, þannig að á stundum tók af land; og sjór og þoka fóru í eina sæng, en áfram skoppuðum við... Við sleiktum sker og boða og skutumst milli þeirra. Allt í einu kallaði Óli Kristinn reddari (salva-tor): „Gef'ðí, gef'ðí!" Gaui gaf í og hvítfyss-andi brotið stakk sér kollhnís fyrir aftan bátinn. Óli Kristinn svitnaði á milli tánna á hægra fæti". Eftírminnilegustu staðirnir, sem þeir komu á voru Papey, Mjóifjörður, Bakkafjörður, Grímsey og Breiðafjarðareyjar. Var þeim víða höfðing-lega tekið eins og á Brekku í Mjóafirði hjá Vil-hjáimi alþingismanni, en á því höfuðbóli hafa frá gamalli tíð verið Vestmannaeyjastrákar í sumardvöl. Einn erfiðasti áfangi ferðarinnar var undir lokin, frá Dritvík á Snæfellsnesi og til Hjörs-eyjar út af Mýrum. Fréttist ekkert af þeim félög-um um tíma og var okkur hinum ekki farið að standa á sama. Eftir 32ja daga ferð, 16. júlí, skiluðu þeir sér aftur til Eyja og komu við í Hrauney áður en siglr var í höfn, svona til að hressa sig eftir volk-ið. Var þem fagnað með blómvöndum. Þeir voru reynslunni og ógleymanlegum end-urminningum ríkari og margur hefur óhollari tómstundaiðju en þessir vösku Eyjastrákar. Við höldum með báðum höndum og hoppum á byr með lönduni, en þokan þylur bœn. Við fljóturn nm fleina og boða hjá fjöllurn, sem átt' að skoða en flest þau fela sig. Og navigatörinn naski sem nettlega ver oss hnjaski veðrar vegakort. Seinast þeirn öllurn segjurn við sjáumst brátt i Eyjurn með þér á þjóðhátíð. Krói.


Lagt af stað í hringferð um Ísland á tveimur gúmmítuðrum.



Félagar í hringferð um Ísland 1972. - Frá vinstri: Torfi Haraldsson. Guðjón Jónsson, Óli Kristinn Tryggvason, Marinó Sigursteinsson og Kristinn Ólafsson.