Ágúst Pétursson (tónlistarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. apríl 2019 kl. 12:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. apríl 2019 kl. 12:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Ágúst Metúsalem Pétursson. '''Ágúst Metúsalem Pétursson''' frá Hallgilsstöðum í Þistilfirði, húsgagnasmiður, t...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ágúst Metúsalem Pétursson.

Ágúst Metúsalem Pétursson frá Hallgilsstöðum í Þistilfirði, húsgagnasmiður, tónlistarmaður fæddist þar 29. júní 1921 og lést 28. júlí 1986.
Foreldrar hans voru Pétur Albert Metúsalemsson bóndi, organisti á Hallgilsstöðum í Þistilfirði, síðar í Höfnum á Langanesströnd, f. 16. ágúst 1871 að Miðfjarðarnesi á Langanesströnd, d. 24. mars 1935, og kona hans Sigríður Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 29. júní 1885 á Grund u. Eyjafjöllum, d. 5. febrúar 1976.

Börn Sigríðar frá Gröf og Péturs:
1. Pétur Marinó Pétursson heildsali, f. 21. febrúar 1908, síðast á Bakkafirði, d. 13. nóvember 1991.
2. Elín Margrét Pétursdóttir húsfreyja í Laxárdal í Þistilfirði, síðar á Akureyri, f. 28. nóvember 1909, d. 28. nóvember 2000. Hún ólst m.a. upp í Eyjum. Maður hennar Eggert Ólafsson.
3. Valgerður Guðbjörg Pétursdóttir Sverresen húsfreyja, matráðskona við sjúkrahúsið í Keflavík, f. 7. júní 1912, d. 9. febrúar 1988. Maður hennar var Bragi Halldórsson.
4. Oddgeir Friðrik Pétursson sjómaður, vélvirki, útgerðarstjóri, uppfinningamaður, sjálfstæður atvinnurekandi í Keflavík, f. 5. júlí 1914 á Hallgilsstöðum, d. 4. október 2008. Kona hans var Þórhildur Valdimarsdóttir.
5. Björn Óli Pétursson verslunarmaður, forstjóri, síðast á Seltjarnarnesi, f. 17. október 1916, d. 16. febrúar 1977. Kona hans var Þuríður Guðmundsdóttir.
6. Ágúst Metúsalem Pétursson húsgagnasmiður, danslagahöfundur, síðast í Kópavogi, f. 29. júní 1921 að Hallgilsstöðum, d. 28. júlí 1986. Kona hans var Guðrún Dagný Kristjánsdóttir.
7. Garðar Pétursson, f. 31. mars 1931, d. 15. júlí 1932.

Ágúst var með foreldrum sínum í æsku.
Faðir hans lést, er hann var enn á unglingsárum.
Hann stundaði sjómennsku á Bakkafirði og Þórshöfn á sumrin 1935-40.
Ágúst lærði húsgagnasmíði hjá Ólafi Gränz 1940-1945 og nam við Iðnskólann. Hann tók sveinspróf þar 1945.
Ágúst vann í Gamla Kompaníinu í Reykjavík 1945-47 og 1950-58, í Keflavík 1947-49. Hann var verkstjóri í Gamla Kompaníinu frá 1958 að undanskildu einu námsári í Noregi 1968-69.
Ágúst vann mikið við danstónlist, samdi mörg vinsæl lög og vann verðlaun í danslagakeppni.
Þau Guðrún Dagný giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn.
Ágúst lést 1986 og Guðrún Dagný 2015.

I. Kona Ágústs, (2. ágúst 1946), var Guðrún Dagný Kristjánsdóttir húsfreyja frá Hvammi í Fáskrúðsfirði, f. 28. september 1925, d. 12. nóvember 2015. Foreldrar hennar voru Kristján Jóhannsson bóndi, f. 1. nóvember 1893, d. 25. október 1942, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1902, d. 3. október 1925.
Börn þeirra:
1. Kristrún Harpa Ágústsdóttir húsfreyja, geislafræðingur, f. 28. júní 1948. Fyrri maður hennar er Önundur Jónsson. Síðari maður er Sigurður Harðarson.
2. Pétur Ómar Ágústsson mannauðsstjóri, f. 27. desember 1952. Fyrrum kona hans er Nína Breiðfjörð Steinsdóttir.
3. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir mannauðsstjóri, söngkona, f. 1. september 1965. Barnsfaðir hennar er Ólafur Garðarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Iðnaðarmannatal Suðurnesja. Guðni Magnússon. Iðunn 1983
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.